Viðburðir framundanViðburðir framundan

Fróðleiksmolar Byggðasafnsins - frestað vegna veðurs

  • 27.2.2020, 20:00 - 21:30

Athugið !!!
Því miður verður Fróðleiksmolum kvöldsins frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs og færðar.


Byggðasafn Hafnarfjarðar stendur í vetur fyrir fyrirlestraröðinni „Fróðleiksmolar“. Fróðleiksmolarnir verða í boði síðasta fimmtudag hvers mánaðar í vetur og hefjast kl. 20:00 í Bookless Bungalow, Vesturgötu 32.

Fimmtudagurinn 27. febrúar 2020 kl. 20

 

 

  • Nanna Kristjánsdóttir sagnfræðingur: Að ylja sér við fróðleikinn: Hversdagslíf alþýðufræðimannsins Þórðar Þórðarsonar Grunnvíkings.
  • Diljá Auður Kolbeinsdóttir sagnfræðingur: Brotakonur fortíðar, píslavottar samtímans? Drekkingarhylur rannsakaður út frá kyngerfi minninganna.