Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Bokahilla-tilbuin

Fræðslufundur í Öldutúnsskóla

  • 11.10.2018, 17:00 - 18:30, Öldutúnsskóli

Fræðslu- og frístundaþjónusta Hafnarfjarðar, ásamt Bókasafni Hafnarfjarðar og heilsugæslunni í Hafnarfirði, stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra ungra barna með það að markmiði að auka vitund foreldra um mikilvægi málþroskans. 

Haldnir verða tíu fræðslufundir um málörvun ungra barna og verða þeir flestir haldnir í grunnskólum bæjarins. Foreldrar/forráðamenn barna á aldrinum 6-24 mánaða eru hvattir til að mæta á fundi í sínu skólahverfi. Ef sá fundartími hentar ekki er frjálst að mæta á fund í öðru skólahverfi.

25. september kl. 20 - Setbergsskóli
27. september kl. 20 - Víðistaðaskóli
9. október kl. 20 - Hvaleyrarskóli
10. október kl. 20 - Hraunvallaskóli
11. október kl. 17 - Öldutúnsskóli
18. október kl. 17 - Lækjarskóli
25. október kl. 17 - Stekkjarás
31. október kl. 20 - Hvaleyrarskóli (túlkað á pólsku)
1. nóvember kl. 17 - Lækjarskóli (túlkað á ensku)
1. nóvember kl. 17 - Skarðshlíðarskóli

Að undanförnu hefur átt sér stað mikil umræða um að málþroska og orðaforða íslenskra barna sé að hraka og að það hafi síðar áhrif á lesskilning barna og námsforsendur. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að með örvun málþroska er hægt að styrkja undirstöðuþætti læsis og styðja við góðan námsárangur. 

Lestur er lífsins leikur! við hvetjum alla foreldra til að mæta!