Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • IMG_6125

Fræðslufundur fyrir foreldra um mikilvægi málþroska

  • 2.10.2019, 17:00 - 18:30, Hraunvallaskóli

Hafnarfjarðarbær heldur fræðslufundi um mikilvægi málþroska fyrir foreldra 6 - 24 mánaða barna í Hafnarfirði. Góður málþroski er mikilvæg undirstaða fyrir læsi og styður við góðan námsárangur.

Dagskrá fundar

  • Fræðsluerindi um málþroska og málörvun flutt af talmeinafræðingum sveitarfélagsins
  • Stutt kynning á Bókasafni Hafnarjfarðar og þjónustu þess við börn og foreldra
  • Afhending bókatösku, bókagjafar og bókasafnsskírteinis fyrir barnið


Fundir verða haldnir á eftirfarandi tímum á eftirfarandi stöðum:

  • 25. september kl. 20 - Víðistaðaskóli
  • 26. september kl. 17 - Öldutúnsskóli
  • 2. október kl. 17 - Hraunvallaskóli
  • 2. október kl. 20 - Lækjarskóli
  • 3. október kl. 17 - Hvaleyrarskóli


Fundur sem haldinn verður í Hraunvallaskóla 2. október kl. 17:00 verður túlkaður á ensku. Fundur sem haldinn verður í Hvaleyrarskóla 3. október kl. 17 verður með barnagæslu.

Gestum er frjálst að mæta á hvaða fund sem er.
Allir sem mæta fá tösku og bók að gjöf fyrir barnið.

Lestur er lífsins leikur! Þetta verkefni er hluti af læsisstefnu Hafnarfjarðar og er unnið í nánu samstarfi við Bókasafn Hafnarfjarðar og heilsugæslustöðvarnar í Hafnarfirði.