Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Foreldramorgunn, barna- og foreldrajóga.

Foreldramorgunn: barna- og foreldrajóga

  • 17.5.2021, 10:00 - 12:00, Bókasafn Hafnarfjarðar

Jenný Maggý Rúriksdóttir frá jógastúdíóinu Faðmi leiðir ungbarnajóga og verður með stutta umfjöllun því tengda. 

Foreldramorgnar Bókasafns Hafnarfjarðar eru annan hvern mánudagsmorgun kl 10:00. Við bjóðum foreldrum og börnum þeirra að koma og hittast í þægilegu umhverfi, fræðast og spjalla um daginn og veginn.

Þann 17. maí mun Jenný Maggý Rúriksdóttir frá jógastúdíóinu Faðmi leiða ungbarnajóga og vera með stutta umfjöllun því tengda. Jenný er menntaður jógakennari og hefur lagt stund á fræðin bæði hérlendis og erlendis ásamt því að leiða meðgöngujóga við Lífsgæðasetur Hafnarfjarðarbæjar í St. Jósefsspítala.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Athugið að fjöldi þátttakenda stýrist af viðmiðum Almannavarna hverju sinni. Grímuskylda er á bókasafninu.