Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Bókasafn Hafnarfjarðar

Foreldramorgnar Bókasafns Hafnarfjarðar

  • 5.11.2019, 10:00 - 12:00
  • 19.11.2019, 10:00 - 12:00

Foreldramorgnar Bókasafns Hafnarfjarðar eru annan hvern þriðjudagsmorgunn yfir vetrartímann, milli klukkan 10 og 12 í fjölnotasal safnsins. Nú verður fjallað um málþroska ungra barna.

5. nóvember:
Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingur, fjallar um málþroska ungra barna. Fræðslan er hluti af átaksverkefninu „Lestur er lífsins leikur“ sem Fræðslu- og frístundaþjónusta Hafnarfjarðar, ásamt Bókasafni Hafnarfjarðar og heilsugæslunni í Hafnarfirði, hafa að undanförnu staðið fyrir með það að markmiði að auka vitund foreldra um mikilvægi málþroskans.

19. nóvember:
Notalegt spjall og ljúfir tónar. Komið og hafið það notalegt með börnunum. Boðið er upp á kaffi, te og meðlæti. Öll velkomin!

Við minnum á Facebookhóp foreldramorgna:
Foreldramorgnar á Bókasafni Hafnarfjarðar