Viðburðir framundanViðburðir framundan
 • IdnadarmennIslands

Fljótasti iðnaðarmaður Íslands

 • 31.8.2019, Helgafell

Keppnin fljótasti iðnaðarmaður Íslands er ekki keppni um hver er fljótastur að saga spítu eða úrbeina naut! Fljótasti iðnaðarmaður Íslands er ný íþróttakeppni á vegum iðnaðarmenn Íslands og er stefnt að því að gera þetta árlega.

Keppnin fljótasti iðnaðarmaður Íslands er ekki keppni um hver er fljótastur að saga spítu eða úrbeina naut! Fljótasti iðnaðarmaður Íslands er ný íþróttakeppni á vegum iðnaðarmenn Íslands og er stefnt að því að gera þetta árlega. Hlaupið verður upp og niður Helgafell í Hafnarfirði. Helgafell er 338 metra hár móbergstapi auðaustur af Hafnarfirði. Fjallið myndaðist við gos undir jökli seint á ísöld. 

Þátttökuskilyrði og leikreglur

 1. Til þess að geta tekið þátt þarf að sýna fram á meistarabréf eða sveinsbréf í einhverri af þeim rúmlega 50 löggildu iðngreinum sem til eru
 2. allir skráðir þátttakendur geta tekið þátt í forkeppninni á tímabilinu 10. júlí - 20. ágúst
 3. Forkeppnin yrði þannig að keppendur notast við t.d. runkeeper, strave, endomondo eða sambærilegt app til að senda inn tímann sinn (leiðin yrði ákveðin fyrirfram) 
 4. Iðnaðarmenn Íslands halda utan um tímana sem berast inn
 5. Þátttakandi getur hlaupið aftur og aftur til að ná sem efst á listann því han nverður lifandi í appinu iðnaðarmenn Íslands
 6. Sjálfur keppnisdagurinn yrði laugardagurinn 31. ágúst 2019

Mikilvægt!  Aðeins efstu 10 karlar og 10 konur munu svo keppa upp og niður Helgarfell á keppnisdegi. Ráspóll: Keppendur yrðu ekki settir af stað á sama tíma. Hugmyndin er að hafa c.a. 3 mín á milli keppenda (minnkar möguleika á slysahættu). Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem svona keppni er haldin á Íslandi þá yrðu aðeins veitt verðlaun fyrir 1. og 2. sæti karla og 1. og 2. sæti kvenna. Það er ekkert þátttökugjald, þarf aðeins að vera búið að sýna fram á sveinsbréf eða meistarabréf.

Allar þær rúmlega 50 löggildar iðngreinar á Íslandi eru velkomnar í keppnina:

 • Bakari
 • Bifreiðasmiður
 • Bifvélavirki
 • Bílamálari
 • Blikksmiður
 • Bókband
 • Dúkari
 • Feldskeri
 • Flugvirki
 • Framreiðslumaður
 • glerslípun og speglagerð
 • Gull og silfursmiður
 • Hársnyrtir
 • Hattasaumur
 • Hljóðfærasmiður
 • Húsasmiður
 • Húsgagnabólstrari
 • Húsgagnasmiður
 • kjólasaumur
 • Kjötiðnaðarmaður
 • Klæðskeri
 • kökugerð
 • leturgröftur
 • Ljósmyndari
 • Málari
 • Málmsteypa
 • Matreiðslumaður
 • Mjólkuriðn
 • Mótasmiður
 • Múrari
 • Myndskurður
 • Netagerð
 • Pípari
 • Prentsmíði
 • Rafeindavirki
 • Rafveituvirki
 • Rafvirki
 • Rennismiður
 • Símsmiður
 • Skipa og Bátasmiður
 • Skósmiður
 • skrúðgarðyrkja
 • snyrtifræðingur
 • Söðlasmiður
 • Stálsmiður
 • Steinsmiður
 • Tannsmiður
 • Úrsmiður
 • Veggfóðrari
 • Vélvirki

Ef þú ert ekki með sveinsbréf eða meistarabréf þá er bara að drífa sig og klára skólann fyrir næsta ár. Fyrirtæki og þátttakendur sendið póst á hjalmar@idnadarmenn.is ef þið viljið vera með. Sjá nánar HÉR