Viðburðir framundan


Viðburðir framundan
  • Fyrirlestur um brellugerð.

Brellugerð – Fyrirlestur með Rob Tasker

  • 13.10.2021, 18:00 - 19:00, Bæjarbíó

Í tilefni Bóka- og bíóhátíðar fær Bókasafn Hafnarfjarðar til sín brellugerðarmeistarann Rob Tasker. 

Í tilefni Bóka- og bíóhátíðar fær Bókasafn Hafnarfjarðar til sín brellugerðarmeistarann Rob Tasker. Sem fagstjóri myndbreytinga við Kvikmyndaskóla Íslands gefur Rob ekki aðeins innsýn í hversu fjölbreytt og margslungið brelluverk nútímakvikmynda getur verið, heldur einnig hvernig má best fóta sig í tæknibrellubreytingum.

Rob hefur unnið við kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar og er með yfir 40 titla á sínum starfsferli. Hann hefur m.a. verið tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir sjónvarpsseríuna “Hannibal” og unnið við framleiðslu við hin ýmsu fyrirtæki eins og SagaFilm, Universal Pictures, Warner Brothers, 20th Century Fox og New Line Cinema.

Fyrirlesturinn verður á ensku.