Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Tónleikar með hljómsveitinni Brek.

Brek - tónleikar

  • 20.7.2021, 17:00 - 18:00, Bókasafn Hafnarfjarðar

Hljómsveitin Brek tvinnar saman hinum ýmsu áhrifum frá mismunandi stílum og reynir að finna nýjar og spennandi leiðir við notkun hljóðfæranna.

Hljómsveitin Brek tvinnar saman hinum ýmsu áhrifum frá mismunandi stílum og reynir að finna nýjar og spennandi leiðir við notkun hljóðfæranna. Hljómsveitin spilar á bókasafninu þriðjudaginn 20. júlí kl. 17:00. 

Lög sveitarinnar eru sungin á íslensku en hún leggur áherslu á að nota fjölskrúðugt orðbragð og nýta þannig hinn mikla og fallega orðaforða sem íslenskan hefur upp á að bjóða.

Nýjasta plata Breks var tilnefnd sem Plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021.

Brek skipa Harpa Þorvaldsdóttir (söngur og píanó), Sigmar Þór Matthíasson (bassi), Guðmundur Atli Pétursson (mandólín) og Jóhann Ingi Benediktsson (gítar og söngur)