Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Bókmenntabærinn Hafnarfjörður

  • 8.8.2019, 20:00 - 21:00

Í sumar er boðið upp á menningar- og heilsugöngur öll fimmtudagskvöld kl. 20. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

8. ágúst - Bókmenntabærinn Hafnarfjörður
Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur stýrir göngu um slóðir hafnfirskra rithöfunda og ljóðskálda. Við stöldrum við fyrir utan heimili nokkurra þekktra höfunda, spjöllum um eftirminnilegar bækur og lesum brot úr völdum verkum. Lögð verður sérstök áhersla á tímabilið 1940-1980 í sagna- og ljóðagerð og rætt um bókmenntaverk þar sem Hafnarfjörður er sögusviðið. Gengið frá Bókasafni Hafnarfjarðar

Menningar- og heilsugöngurnar eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar.