Viðburðir framundanViðburðir framundan

Bókasafn Hafnarfjarðar kynnir fasta viðburði vetrarins

  • 7.9.2020 - 30.9.2020, Bókasafn Hafnarfjarðar

Fastir liðir vetrarstarfsins hefjast aftur um miðjan september, með klúbbum, fræðsluinnslögum og sögustundum, ásamt námskeiðum og fyrirlestrum. 

 

 

Nú er veturinn á næsta leiti, skólarnir byrjaðir aftur og tími til kominn til að kíkja á bókasafnið. Þétt og skemmtileg dagskrá fastra liða að vetri er að sjálfsögðu að fara í gang og hvetjum við alla bæjarbúa til að nýta sér þá þjónustu og viðburði sem safnið hefur upp á á bjóða.

Annan hvern mánudag er foreldramorgunn fyrir nýbakaða foreldra og yngstu krílin, þar sem boðið er upp á fræðsluerindi. Annan hvern þriðjudag er sögustund í barnadeildinni, og annan hvern fimmtudag er sögustund á pólsku. Handavinnuhópurinn verður auðvitað á sínum stað annan hvorn miðvikudag, og svo verður boðið upp á heimanámsaðstoð frá Rauða krossinum vikulega.

Til að hlúa að líkama jafnt sem hug eru stólajóga í hádeginu hvern miðvikudag, létt og hentugt til að koma við í matartímanum og teygja úr sér slenið. Mánaðarlegar sýningar á tónlistarmyndum í Friðriksdeild munu einnig fara í loftið í lok mánaðarins.

Við hlökkum til að sjá ykkur á safninu!