Viðburðir framundanViðburðir framundan

Bóka- og bíóhátíð

  • 16.3.2018 - 23.3.2018

Bóka- og bíóhátíð er menningarhátíð fyrir börn í Hafnarfirði þar sem áhersla er lögð á bækur og kvikmyndir. Tilgangur hátíðarinnar er að efla áhuga barna á lestri og læsi í víðum skilningi og styður þannig við læsisverkefni leik- og grunnskóla bæjarins.

Menningarhátíðin er haldin í mars í nánu samstarfi Hafnarfjarðarbæjar við Bókasafn Hafnarfjarðar, grunnskóla, leikskóla, Bæjarbíó og fleiri aðila. Yfirlýst markmið hátíðar er að hvetja börn á öllum aldri til virkrar þátttöku í uppbyggjandi og áhugaverðum læsis- og menningarverkefnum og –viðburðum meðan á hátíðinni stendur. 

Ókeypis aðgangur er á alla viðburði á Bóka- og bíóhátíð.

Föstudagur 16. mars

Kl. 9:30 og 10:30 Opnunarhátíð í Bæjarbíó
Ávarp, upplestur, bíóbrot og tónlistaratriði fyrir elstu leikskólabörn bæjarins með áherslu á höfundaverk Guðrúnar Helgadóttur.

Laugardagur 17. mars

Kl. 12:30 og 16:00 Tónleikar í Víðistaðakirkju
Opnir tónleikar yngri og eldri kóra á Barnakóramóti Hafnarfjarðar í Víðistaðakirkju.

Kl. 13:00 Vítaspyrnukeppni við bókasafnið
Markvörður úr “Víti í Vestmannaeyjum” ver

Kl. 14:00 Bíósýning í Bæjarbíó
Sýnd verður kvikmyndin Jón Oddur og Jón Bjarni eftir samnefndri sögu Guðrúnar Helgadóttur. Á undan myndinni verður myndbrot úr kvikmyndinni “Víti í Vestmannaeyjum” frumsýnt.

Sunnudagur 18. mars

Kl. 11:00 Söguganga frá Gúttó
Leifur Helgason leiðir sögugöngu á vegum Byggðasafnsins um sögusvið bóka Guðrúnar Helgadóttur.

Kl. 14-17 Fjölskyldusmiðja í Hafnarborg
Lóa Hjálmtýsdóttir leiðir teikni- og textasmiðju.

Mánudagur 19. mars

Kl. 17 Bókabingó í Bókasafninu

Á foreldramorgni höldum við bókabingó í fjölnotasal bókasafnsins. Foreldrar með ung börn og bumbur hjartanlega velkomin. Bókavinningar í boði fyrir heppna bingóspilara.

Þriðjudagur 20. mars

Kl. 10:30 Bókabingó á foreldramorgni
Foreldrar með ung börn og bumbur hjartanlega velkomin.

Björt í sumarhúsi
Söngleikur fyrir 2. bekkinga í Bæjarbíó.

Fimmtudagur 22. mars

Kl. 17-18 Spunasögustund á bókasafninu

Sögð verður spunasaga í samvinnu við áheyrendur. Sögukonan segir söguna en börnin munu eftir atvikum hjálpa til við persónusköpun eða atburðarás. Eftir að sögunni lýkur munum við myndskreyta hana, allir teikna part úr sögunni og við röðum upp sögurammanum þar sem hann mun hanga til sýnis.

Alla vikuna

Fjölbreytt dagskrá í leik- og grunnskólum

Í anddyri Bæjarbíós verður sett upp sýning um Guðrúnu Helgadóttur.

Útlánaleikur á bókasafninu: Allir sem taka barnabækur að láni geta tekið þátt í útlánaleik. Verðlaun fyrir heppna lestrarhesta.

Bóka og bíóútstilling: Útstillingar á bókum og bíómyndum gerðum eftir þeim í bókasafninu.

Ljóð úr bókakjölum: Gestir á barna- og unglingadeild bókasafnsins geta spreytt sig á að búa til ljóð úr bókatitlum.