Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • 5O5A0763-vef

Bleiki dagurinn 2021 - tökum þátt

  • 15.10.2021, 7:00 - 23:59, Hafnarfjörður

Verum til fyrir konurnar í lífi okkar! 

Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðningi og samstöðu. Hafnarfjarðarbær baðar sig í bleikum blómum og bleiku skrauti á hjörtunum tveimur á Strandgötunni og í Hellisgerði. Þannig vill sveitarfélagið ýta undir og styðja við árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Bleiki dagurinn föstudaginn 15. október 2021!

Föstudagurinn 15. október 2021 er Bleiki dagurinn. Hvernig væri nú að skipuleggja bleikt morgunkaffi í vinnunni eða heima fyrir? Einnig er tilvalið að klæðast bleikum fötum í tilefni dagsins. Heimili og vinnustaðir hafa verið dugleg við að smella einhverju góðgæti í ofninn og skreyta í tilefni dagsins. 

Sendu sögur og myndir

Landsmenn eru hvattir til að senda skemmtilegar og bleikar myndir af sér og vinahópum eða vinnufélögum á netfangið bleikaslaufan@krabb.is og mun hópurinn á bak við verkefnið birta þær á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Merkið myndirnar #bleikaslaufan

Njótum dagsins saman og vekjum um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Bleikar kveðjur!
Krabbameinsfélagið