Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Bleika-slaufan-ad-thessu-sinni-halsmen

Bleiki dagurinn 2019

  • 11.10.2019, 7:00 - 23:59, Hafnarfjörður

Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í bleikum október. Þennan dag eru landsmenn allir hvattir til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning og samstöðu.

Taktu föstudaginn 11. október frá!

Föstudagurinn 11. október 2019 er Bleiki dagurinn. Hvernig væri nú að skipuleggja bleikt kaffiboð í vinnunni eða heima fyrir? Einnig er tilvalið að klæðast bleikum fötum í tilefni dagsins. Bleik lýsing er einnig falleg og sýnir hlýhug.  

Allir áhugasamir eru hvattir til að senda skemmtilegar, bleikar myndir af sér og vinahópum eða vinnufélögum á: bleikaslaufan@krabb.is og munum myndir verða birtar á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Merkið myndirnar #bleikaslaufan 

Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar eru hvattir til virkrar þátttöku í Bleikum degi!