Viðburðir framundanViðburðir framundan

Bjartir dagar sunnudaginn 28. apríl

 • 28.4.2019

Dagskrá Bjartra daga sunnudaginn 28. apríl.

 • Kl. 10 og 11 Barnaharpan - tónlistarstund fyrir 3 - 6 ára. Hljóma býður börnum á aldrinum 3 – 6 ára í einstaka tónlistarstund. Þar gefst börnunum tækifæri til að kynnast barnahörpunni og hljómheim hennar á hreyfandi og skapandi máta. Þátttaka í hverjum hóp er takmörkuð og tekið er á móti skráningum á netfanginu inga.bjork.inga@gmail.com. Gestgjafi er Inga Björk Ingadóttir, eigandi Hljómu Músíkmeðferðar, Austurgötu 38.
 • Kl. 10-16 Stóri Plokkdagurinn. Allir geta plokkað og allir geta tekið þátt í að taka til hendinni í kringum Reykjanesbrautina sem er heimreið höfuðborgarsvæðisins frá útlöndum og hana aka mörg þúsund erlendra gesta og Íslendinga alla daga ársins.
 • Kl. 11 Tónlistarmessa í Hafnarfjarðarkirkju. Söngfjelagið flytur fjölbreytta kórtónlist. Stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson. Björg Þórhallsdóttir syngur einsöng. Sr Þorvaldur Karl Helgason leiðir stundina. Kaffisopi á eftir.
 • Kl. 11-17. Pakkhús Byggðasafnsins opið. Ratleikur fyrir börn um sýninguna.
 • Kl. 12-17 Opið í Hafnarborg. Ratleikur fyrir gesti safnsins, unga sem aldna, í boði yfir helgina. Aðgangur ókeypis.
 • Kl. 13 Fjölskylduganga á Helgafell. Hefðbundin leið gengin frá bílastæði við Kaldárselsveg og upp á Helgafell. Þægileg 2-3 klst. ganga með fararstjórn frá Ferðafélagi Íslands. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Muna eftir góðum skóm og nesti. Göngufólk er hvatt til þess að sameinast í bíla.
 • Kl. 14 Sýningarspjall í Hafnarborg. Kristín Garðarsdóttir, leirlistamaður og hönnuður, og Brynhildur Pálsdóttir, sýningarstjóri, fjalla um sýninguna Teikningar/skissur í leir og textíl, þar sem sjá má afrakstur vinnu Kristínar í European Ceramic Workcenter (EKWC) og TextielLab í Hollandi.
 • Kl. 15 Leirlistasmiðja í Hafnarborg. Skapandi leirlistasmiðja fyrir alla fjölskylduna í tengslum við hönnun sem nú er til sýnis í Hafnarborg. Hámark 20 þátttakendur. Forskráning á hafnarborg@hafnarfjordur.is
 • Kl. 17 JR samspil í Hallsteinssal í Tónkvísl. Nemendur í jazz-samspili hjá Jóni Rafnssyni leika þekkta standarda í skemmtilegum útsetningum hópsins.
 • Kl. 20 Hljóðön – Rapsódía í Hafnarborg. Síðari tónleikar Stirnis Ensemble á yfirstandandi starfsári tónleikaraðarinnar Hljóðana í Hafnarborg en Stirni Ensemble hefur verið staðarlistahópur tónleikaraðarinnar starfsárið 2018-2019. Hópinn skipa Björk Níelsdóttir, Grímur Helgason, Hafdís Vigfúsdóttir, og Svanur Vilbergsson. Efnisskrá tónleikanna er rapsódísk, þar sem flakkað verður frjálslega á milli ólíkra hljóð- og hugmyndaheima. Aðgöngumiðar seldir á staðnum. Almennt miðaverð kr. 2.500, verð fyrir eldri borgara og námsmenn kr. 1.500.