Viðburðir framundanViðburðir framundan

Bjartir dagar sunnudaginn 22. apríl

 • 22.4.2018
 • Kl. 9-12 Opin hjólaæfing frá kaffihúsinu Pallett
  Hjólareiðafélagið Bjartur stendur fyrir opinni hjólaæfingu frá kaffihúsinu Pallett.

 • Kl. 10-13 Street tennis á Thorsplani
  Tennisdeild Badmintonfélags Hafnarfjarðar kynnir street tennis á Thorsplani

 

 • Kl. 11 Country messa í Hafnarfjarðarkirkju
  Hljómsveitin Axel O og Co flytur valin country lög með trúarlegu ívafi í „unplugged“ stíl.
 • Kl. 11, 12 og 13 Barnaharpan – tónlistarstund fyrir 3-6 ára, Hljóma Austurgötu 38
  Hljóma býður börnum á aldrinum 3 – 6 ára í einstaka tónlistarstund. Þar gefst börnunum tækifæri til að kynnast barnahörpunni og hljómheim hennar á hreyfandi og skapandi máta. Þátttaka í hverjum hóp er takmörkuð og tekið er á móti skráningum á netfanginu: inga.bjork.inga@gmail.com. Gestgjafi er Inga Björk Ingadóttir, eigandi Hljómu. Heitt á könnunni og bakkelsi og drykkir fyrir börnin og foreldra. Viðburður á Facebook
 • Kl. 11-17. Pakkhús Byggðasafnsins opið. Ratleikur fyrir börn um sýninguna.
 • Kl. 12-14 Kynning á starfsemi Badmintonfélags Hafnarfjarðar í Íþróttahúsinu við Strandgötu.
  Úrslitaleikir í bikarmóti BH fara fram og áhorfendum gefst tækifæri til að fylgjast með efnilegustu badmintonspilurum landsins leika til úrslita. Badminton-, borðtennis- og tennisdeildir félagsins kynna starfsemi sína og hægt verður að nálgast upplýsingar um æfingar félagsins og sumarnámskeið sem verða í boði.
 • Kl. 12-17 Opið í Hafnarborg.
  Fjölskyldusmiðja kl. 13. Listamannaspjall kl. 14 við Jón Axel Björnsson.
 • Kl. 15:00 Latibær í Hellisgerði
  Íþróttaálfurinn, Halla hrekkjusvín og Solla stirða heimsækja vini sína og taka lagið.

 • Kl. 16:00 JóiPé x Króli – fjölskyldutónleikar í Bæjarbíói
  Það hafa fáir tónlistarmenn komið inn með öðrum eins krafti eins og JóiPé og Króli hafa gert á undanförnum mánuðum. Þessir ungu rapparar hafa slegið öll met og platan þeirra Gerviglingur án nokkurs vafa ein af plötum ársins 2017. Plötunni hefur nú þegar verið streymt yfir 5 milljón sinnum og virðist ekkert geta stoppað strákana.

  Strákarnir þykja líka frábærar fyrirmyndir og því tilvalið að fara með yngri kynslóðina á tónleika. Tónleikarnir verða í hæfinlegri lengd fyrir yngri áhorfendur og strax eftir tónleika munu þeir gefa sér góðan tíma fyrir myndatökur og tilheyrandi. Miðasala á midi.is

 • Kl. 20 Tónleikar í tónleikaröðinni Hljóðön í Hafnarborg.

Hulda Jónsdóttir, fiðluleikari og Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari botninn í fimmta starfsár tónleikaraðarinnar Hljóðön í Hafnarborg með tónleikum sínum tileinkuðum andþemum og örsögum. Frumflutt verður nýtt verk Karólínu Eiríksdóttur Örsögur að vori, sem samið er sérstaklega í tilefni tónleikanna og fléttast verkið saman við andþemu og styttri frásagnir allt frá miðbiki 20. aldar og fram á okkar daga, í verkum Pierre Boulez, Karlheinz Stockhausens, Giacinto Scelsis og Bryns Harrisonar. Aðgöngumiðar eru seldir í Hafnarborg, s. 585 5790. Almennt miðaverð kr. 2500, fyrir eldri borgara og námsmenn kr. 1500.