Viðburðir framundan
Bjartir dagar miðvikudagur 24. apríl 2019
Dagskrá Bjartra daga miðvikudaginn 24. apríl - síðasti vetrardagur.
- Kl. 10 Þriðjubekkingar syngja inn sumarið og Bjarta daga á Thorsplani. Allir velkomnir!
- Kl. 14:30 Er völlur grær í Hraunseli, Flatahrauni 3. Stefán Helgi Stefánsson tenór og Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran flytja dagskrá um söngvarana Óðinn Valdimarsson, Helenu Eyjólfsdóttur, Vilhjálm Vilhjálmsson og Ingibjörgu G. Guðmundsdóttur. Undirleikari þeirra á píanó og harmónikku er Ólafur Beinteinn Ólafsson. Hægt verður að kaupa kaffiveitingar á staðnum. Skemmtunin öllum opin.
- Kl. 15-17 Bærinn okkar - Ljósmyndasýning í Húsinu, Suðurgötu 14. Vinaskjól, Kletturinn og Geitungarnir standa fyrir ljósmyndasýningu.
- Kl. 17 Afhending menningarstyrkja í Hafnarborg. Menningar- og ferðamálanefnd veitir styrki til viðburða og menningarstarfsemi og bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2019 kynntur.
- Kl. 17:30 Geðveikar húsmæður Harpa Rún Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur, fjallar um sturlun kvenna og sveitasamfélag í skáldsögunum Dalalífi eftir Guðrúnu frá Lundi og Ljósu eftir Kristínu Steinsdóttur
- Kl. 18-20 Opið hús hjá Hróa hetti í íþróttahúsi Hraunvallaskóla.
- Kl. 19 Rafíþrótta- og leiktækjamót Hafnarfjarðar í Nýja-Vitanum í Menntasetrinu við Lækinn. Keppni í Fifa, Rocket League, Tetris, borðtennis, Foosball o.fl. fyrir unglinga í 8.-10. bekk í félagsmiðstöðvum grunnskólanna.
- Kl. 19-21 Bjartir dagar í Kailash verslun, Kailash Masala Strandgötu 11. Gudrun Thorsteins, Kundalini yoga kennari, mun bjóða upp á tónheilun með söngskál sem hjálpar okkur að tengja við okkur sjálf; við hjartað og kærleikann. Fríða Gísla listmálari sýnir verk sín Niðurhal Ljóssins. SeiðGyðjan tekur seiðinn og magnar upp kærleikskrafta. Kærleikssúpa í boði og 20% afsláttur í Kailash verslun.
- Kl. 20 Kveðjum vetur og fögnum sumri í Hraunseli, Flatahrauni 3. Kvöldstund með Stórsveit Íslands og Hjördísi Geirs. Léttar veitingar á staðnum.
- Kl. 20-23 HEIMA, tónlistarhátíð í heimahúsum. Einstök tónlistarhátíð þar sem boðið er upp á öðruvísi upplifun og meiri nánd en tónleikagestir sem og listamenn eiga að venjast. Fjölskyldur opna heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar og í hverju húsi spila tveir mismunandi listamenn eða hljómsveitir. Listamennirnir eru þrettán og allir koma fram tvisvar í sitthvoru HEIMA-húsinu í miðbænum. Fyrstu HEIMA-tónleikarnir hefjast um kl. 20.00. og þeim síðustu lýkur um kl. 23.00. Rás 2 verður á staðnum og mun útvarpa hluta dagskrárinnar. Miðasala á tix.is
Þeir sem koma fram á HEIMA 2019 eru meðal annarra:
- Mugison
- Svavar Knútur
- Cell7
- Warmland
- Ragnheiður Gröndal
- Jónas Sig
- Á móti sól
- Svala
- Prins Póló
- GÓSS
- Rock Paper Sisters
- Jón Jóns og Friðrik Dór
- One Bad Day (Eyvindur Karlsson)
Leikskólalist
Leikskólabörn taka virkan þátt í Björtum dögum og skreyta fyrirtæki, verslanir og stofnanir í Hafnarfirði með list sinni.
Leikskóli | Stofnun |
Arnarberg | Fjörður |
Álfaberg | Súfistinn |
Álfasteinn | Íshúsið/Fjörður heilsugæsla |
Bjarkalundur | Icelandair |
Hamravellir | Ásvallalaug |
Hjalli | Þjónustuver Hafnarfjarðar |
Hlíðarberg | Íshúsið/Tónlistarskólinn |
Hlíðarendi | Ísbúð Vesturbæjar við Strandgötu |
Hraunvallaskóli | Haukahúsið |
Hvammur | Suðurbæjarlaug |
Hörðuvellir | Sólvangur |
Norðurberg | Hrafnista |
Smáralundur | Bókasafnið |
Stekkjarás | Heilsugæslan Sólvangi |
Tjarnarás | Bókasafnið |
Vesturkot | Hraunkot hjá Golfklúbbnum Keili |
Víðivellir | Hjallabraut 35 þjónustuíbúðir fyrir aldraðra |