Viðburðir framundanViðburðir framundan

Bjartir dagar miðvikudagur 24. apríl 2019

 • 24.4.2019

Dagskrá Bjartra daga miðvikudaginn 24. apríl - síðasti vetrardagur.

 • Kl. 10 Þriðjubekkingar syngja inn sumarið og Bjarta daga á Thorsplani. Allir velkomnir!
 • Kl. 14:30 Er völlur grær í Hraunseli, Flatahrauni 3. Stefán Helgi Stefánsson tenór og Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran flytja dagskrá um söngvarana Óðinn Valdimarsson, Helenu Eyjólfsdóttur, Vilhjálm Vilhjálmsson og Ingibjörgu G. Guðmundsdóttur. Undirleikari þeirra á píanó og harmónikku er Ólafur Beinteinn Ólafsson. Hægt verður að kaupa kaffiveitingar á staðnum. Skemmtunin öllum opin.
 • Kl. 15-17 Bærinn okkar - Ljósmyndasýning í Húsinu, Suðurgötu 14. Vinaskjól, Kletturinn og Geitungarnir standa fyrir ljósmyndasýningu.
 • Kl. 17 Afhending menningarstyrkja í Hafnarborg. Menningar- og ferðamálanefnd veitir styrki til viðburða og menningarstarfsemi og bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2019 kynntur.
 • Kl. 17:30 Geðveikar húsmæður Harpa Rún Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur, fjallar um sturlun kvenna og sveitasamfélag í skáldsögunum Dalalífi eftir Guðrúnu frá Lundi og Ljósu eftir Kristínu Steinsdóttur
 • Kl. 18-20 Opið hús hjá Hróa hetti í íþróttahúsi Hraunvallaskóla.
 • Kl. 19 Rafíþrótta- og leiktækjamót Hafnarfjarðar í Nýja-Vitanum í Menntasetrinu við Lækinn. Keppni í Fifa, Rocket League, Tetris, borðtennis, Foosball o.fl. fyrir unglinga í 8.-10. bekk í félagsmiðstöðvum grunnskólanna.
 • Kl. 19-21 Bjartir dagar í Kailash verslun, Kailash Masala Strandgötu 11. Gudrun Thorsteins, Kundalini yoga kennari, mun bjóða upp á tónheilun með söngskál sem hjálpar okkur að tengja við okkur sjálf; við hjartað og kærleikann. Fríða Gísla listmálari sýnir verk sín Niðurhal Ljóssins. SeiðGyðjan tekur seiðinn og magnar upp kærleikskrafta. Kærleikssúpa í boði og 20% afsláttur í Kailash verslun.
 • Kl. 20 Kveðjum vetur og fögnum sumri í Hraunseli, Flatahrauni 3. Kvöldstund með Stórsveit Íslands og Hjördísi Geirs. Léttar veitingar á staðnum.
 • Kl. 20-23 HEIMA, tónlistarhátíð í heimahúsum. Einstök tónlistarhátíð þar sem boðið er upp á öðruvísi upplifun og meiri nánd en tónleikagestir sem og listamenn eiga að venjast. Fjölskyldur opna heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar og í hverju húsi spila tveir mismunandi listamenn eða hljómsveitir. Listamennirnir eru þrettán og allir koma fram tvisvar í sitthvoru HEIMA-húsinu í miðbænum. Fyrstu HEIMA-tónleikarnir hefjast um kl. 20.00. og þeim síðustu lýkur um kl. 23.00. Rás 2 verður á staðnum og mun útvarpa hluta dagskrárinnar. Miðasala á tix.is

Þeir sem koma fram á HEIMA 2019 eru meðal annarra:

 • Mugison
 • Svavar Knútur
 • Cell7
 • Warmland
 • Ragnheiður Gröndal
 • Jónas Sig
 • Á móti sól
 • Svala
 • Prins Póló
 • GÓSS
 • Rock Paper Sisters
 • Jón Jóns og Friðrik Dór
 • One Bad Day (Eyvindur Karlsson)

Leikskólalist

Leikskólabörn taka virkan þátt í Björtum dögum og skreyta fyrirtæki, verslanir og stofnanir í Hafnarfirði með list sinni.

Leikskóli Stofnun
Arnarberg Fjörður
Álfaberg Súfistinn
Álfasteinn Íshúsið/Fjörður heilsugæsla
Bjarkalundur Icelandair
Hamravellir Ásvallalaug
Hjalli Þjónustuver Hafnarfjarðar
Hlíðarberg Íshúsið/Tónlistarskólinn
Hlíðarendi Ísbúð Vesturbæjar við Strandgötu
Hraunvallaskóli Haukahúsið
Hvammur Suðurbæjarlaug
Hörðuvellir Sólvangur
Norðurberg Hrafnista
Smáralundur Bókasafnið
Stekkjarás Heilsugæslan Sólvangi
Tjarnarás Bókasafnið
Vesturkot Hraunkot hjá Golfklúbbnum Keili
Víðivellir Hjallabraut 35 þjónustuíbúðir fyrir aldraðra

Bjartir dagar fimmtudagur 25. apríl