Bjartir dagar miðvikudagur 18. apríl 2018
- Kl. 10 Þriðjubekkingar syngja inn sumarið og Bjarta daga á Thorsplani. Allir velkomnir!
Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson leiða söng þriðjubekkinga á Thorsplani.
- Kl. 14:30 Litli vin í Hraunseli, Flatahrauni 3.
Stefán Helgi Stefánsson tenór rifjar upp lög hinna vinsælu söngvara Hauks Morthens, Alfreðs Clausen og Sigurðar Ólafssonar við undirleik Ólafs B. Ólafssonar. Dagksráin verður einnig flutt á Hrafnistu og Sólvangi en nánari tímasetningar eru auglýstar á hverjum stað fyrir sig. - Kl. 16:30 og 17:30 Einar einstaki í Bókasafni Hafnarfjarðar.
Töframaðurinn Einar einstaki heldur tvær sýningar. - Kl. 17 Afhending menningarstyrkja í Hafnarborg.
Menningar- og ferðamálanefnd veitir styrki til viðburða og menningarstarfsemi og bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2018 kynntur. - Kl.19:30. Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar heldur 30 mín tónleika fyrir börn og fullorðna í Hafnarborg.
Flutt verður sagan “Tindátinn staðfasti" fyrir sögumann og hljómsveit eftir Þorbjörgu Roach Gunnarsdóttur og verða hljóðfæri hljómsveitarinnar kynnt stuttlega. Einnig verða flutt íslensk lög og léttklassísk tónlist þ.á.m Á Sprengisandi, Hani krummi og lög úr Hnotubrjótnum o.fl. Ókeypis aðgangur! - Kl. 20:00-23 HEIMA, tónlistarhátíð í heimahúsum.
HEIMA 2018 er fimmta HEIMA-hátíðin og hefur hún sannarlega fest sig í sessi sem skemmtileg og einstök tónlistarhátíð þar sem boðið er upp á öðruvísi upplifun og meiri nánd en tónleikagestir sem og listamenn eiga að venjast.
Fjölskyldur munu sem fyrr opna heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar og í hverju húsi spila tveir mismunandi listamenn eða hljómsveitir. Fríkirkjan í Hafnarfirði hefur ákveðið opna dyr sínar í annað sinn fyrir HEIMA-fólki auk þess sem sviðið í Bæjarbíói verður notað eins og stofa þar sem tónleikagestir umkringja listamennina á sviðinu og þeir snúa baki í salinn.Listamennirnir eru þrettán og allir koma fram tvisvar í sitthvoru HEIMA-húsinu í miðbænum. Það eru ekki allir að spila á sama tíma þannig að þeir sem eru duglegastir að rölta milli húsa geti séð sem flest atriði.Fyrstu HEIMA-tónleikarnir hefjast um kl. 20.00. og þeim síðustu lýkur um kl. 23.00. Rás 2 verður á staðnum og mun útvarpa hluta dagskrárinnar.
Þeir listamenn sem koma fram á HEIMA 2018 eru:
- Valgeir Guðjónsson
- Between Mountains
- Úlfur Úlfur
- BRÍET
- Bjartmar Guðlaugsson ásamt Sváfni Sig og Pálma Sigurhjartar
- Jóipé X Króli
- Ylja
- Í svörtum fötum
- Hjálmar
- Heimilistónar
- Dr. Spock
- Petur Ben
- Kristina Bærendsen
- Leikskólalist
Leikskólabörn taka virkan þátt í Björtum dögum og skreyta fyrirtæki, verslanir og stofnanir í Hafnarfirði með list sinni.
Leikskóli | Stofnun |
Arnarberg | Fjörður |
Álfaberg | Súfistinn |
Álfasteinn | Íshúsið/Fjörður heilsugæsla |
Bjarkalundur | Icelandair |
Hamravellir | Ásvallalaug |
Hjalli | Þjónustuver Hfj. |
Hlíðarberg | Íshúsið/Tónlistarskólinn |
Hlíðarendi | Ísbúð Vesturbæjar við Strandgötu |
Hraunvallaskóli | Haukahúsið |
Hvammur | Suðurbæjarlaug |
Hörðuvellir | Sólvangur |
Norðurberg | Hrafnista: glaðlegir steinar í gosbrunn |
Smáralundur | Bókasafnið |
Stekkjarás | Heilsugæslan Sólvangi |
Tjarnarás | Bókasafnið |
Vesturkot | Hraunkot hjá Golfklúbbnum Keili |
Víðivellir | Hjallabraut 35 þjónustuíbúðir fyrir aldraðra |