Viðburðir framundanViðburðir framundan

Bjartir dagar laugardaginn 27. apríl 2019

  • 27.4.2019

Dagskrá Bjartra daga laugardaginn 27. apríl.

  • Kl. 10-14 Nýhestamót Sörla. Bráðskemmtilegt mót þar sem nýir hestar koma fram á sjónarsviðið á keppnisbrautinni hjá hestamannafélaginu Sörla. Allir velkomnir að horfa á.
  • Kl. 11-17 Pakkhús Byggðasafnsins opið. Ratleikur fyrir börn um sýninguna.
  • Kl. 11-15 Bókasafn Hafnarfjarðar
  • Kl. 11-13 Ástandsskoðun hjóla hjá Dr. Bæk við Bókasafnið. Hvetjum alla hjólaeigendur að koma með hjólhesta sína í fría ástandsskoðun hjá doktornum í upphafi sumarsins.
  • Kl. 13:00 Upplestur á Bókasafninu, Nærbuxnaverksmiðjan. Arndís Þórarinsdóttir les upp úr bók sinni Nærbuxnaverksmiðjan.
  • Kl. 13-16 Fjölskylduhátíð í Hraunkoti golfæfingasvæði Keilis. Ókeypis golfkennsla fyrir byrjendur á öllum aldri, kylfur á staðnum. Leikir og þrautir fyrir unga sem aldna. SNAG golfleikir fyrir þau allra yngstu. Hoppukastali, grillaðar pylsur og candyfloss. Keppni um högglengsta og nákvæmasta kylfing Bjartra daga kl. 14-15.
  • Kl. 15-16 Opið hús í Listdansskóla Hafnarfjarðar, Helluhrauni 16-18. Listdansskóli Hafnarfjarðar býður gestum og gangandi upp á veitingar og skemmtun í tilefni 25 ára afmæli skólans! Bæði kennarar og nemendur við skólann verða á svæðinu til að svara spurningum, veita fræðslu um skólastarfið og lofa góðri skemmtun. Gestir fá að kynnast skólanum, sjá dansatriði og fá svo að sjálfir að taka sporin og læra stutta rútínu! Allir Hafnfirðingar og áhugamenn um skólann velkomnir. Við hlökkum til að taka vel á móti ykkur!
  • Kl. 17 Vortónleikar Karlakórsins Þrasta í Víðistaðakirkju. Flutt verða þekkt karlakóralög ásamt íslenskum dægurperlum. Miðaverð 3.000 kr.
  • Kl. 20:30 Hundur í óskilum í Bæjarbíói. Hinn ástkæri hafnfirski dúett Hundur í óskilum heldur tónleika. Á efnisskránni eru mörg lög í ýmsum tóntegundum. Miðasala á midi.is


Bjartir dagar sunnudagur 28. apríl