Viðburðir framundanViðburðir framundan

Föstudagur 21. apríl - dagskrá

 • 21.4.2017

Kl. 11-17 Óvissubækur verða til útláns á Bókasafninu fyrir alla aldurshópa. Óvissubækur eru bókasafnsbækur sem búið er að pakka inn og því veit lánþeginn ekki hvaða bók leynist í pakkanum. Utan á pakkanum eru vísbendingar um innihaldið og spennandi er að opna pakkann þegar heim er komið.

Kl. 18-22 Gakktu í bæinn. Söfn og vinnustofur listamanna verða opnar fram á kvöld 

Gagnvirt kort af viðburðastöðum 

 • Dverghamrar í Dvergshúsinu, gengið inn frá Brekkugötu. Jórunn, Helgi, Lovísa og María Aldís mála í olíu, akrýl, vatnsliti og fleira. Heitt á könnunni. Einnig opið laugardag frá kl. 14 - 18
 • Alice Olivia Clarke, Dvergshúsinu, mun halda Pop-up verslun þar sem vörur og verk eftir mismunandi hönnuði og listamenn munu vera til sölu. Alice mun einnig selja hennar eigin listaverk frá fyrri sýningum og hina vinsælu ljómandi TÍRA endurskins fylgihluti úr línunni hennar. Léttar veitingar verða í boði.

 • Elín Guðmundsdóttir, Suðurgötu 49. Kindarlegt keramik og laglegir leirmunir. Léttar veitingar og allir hjartanlega velkomnir.
 • Gallerý Múkki, Fornubúðum 8. Umhleypingar. Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir vatnslitamyndir og akrýlverk. Allir hjartanlega velkomnir að líta inn.
 • Rimmugýgur í Dvergshúsinu. Félagar sýna handverk og vopn.
 • Gamla Prentsmiðjan, Suðurgötu 18 opin gestum og gangandi. Í húsinu eru myndlistarkonur með vinnustofur. Helga Björnsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Ragnhildur Steinbach, Sif Guðmundsdóttir og Sjoddý. Auk listaverka eftir Ingrúnu Ingólfsdóttur í minningu hennar.
 • Soffía Sæmundsdóttir, Fornubúðum 8. Málarinn við höfnina fagnar sumrinu og sýnir traktor og sveitamálverk á vinnustofu sinni. Léttar veitingar og stemming. Einnig opið Sumardaginn fyrsta og um helgina frá 13-17.
 • Litla Hönnunar Búðin. Sérstök sýning á verkum nokkurra hafnfirskra listamanna úr Íshúsinu.
 • Pakkhús Byggðasafnsins opið kl. 18-22. Kl. 19:30 Fróðleiksmolar Byggðasafnsins í samvinnu við Fróða, félag sagnfræðinema – Þorvarður Pálsson flytur erindið „Frumkvöðull í gæðamálum síldarútvegsins og öryggismálum sjómanna. Ævi og störf Jóns Eyjólfs Bergsveinssonar“ og Saga Ólafsdóttir flytur erindið „Herþjónustu líkast. Endurminningar eiginkvenna íslenskra varðskipsmanna í þorskastríðunum 1958 -1976“. Kl. 21:00 Þjóðlagadagskrá í flutningi þjóðlagasveitarinnar Þulu sem er skipuð ungmennum á aldrinum 15-17 ára. Þau hafa hvarvetna vakið athygli fyrir gleði og skemmtilegan flutning.
 • Kvöldopnun í Hafnarborg kl. 19-22. Ljóðgjörningur og leiðsögn um sýninguna Bókstaflega kl. 21. Kynning á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar árið 2017.


Kl. 20 Hafnarfjörður hefur hæfileika.
Hæfileikakeppni félagsmiðstöðvanna haldin í Lækjarskóla. Ókeypis aðgangur.

Kl. 20:30 Mannakorn í Bæjarbíó. Mannakorn er ein ástsælasta hljómsveit landsins og listinn yfir lög hennar sem allir þekkja ansi langur. Má þar nefna Ó þú, Reyndu aftur og Braggablús. Miðasala á midi.is