Viðburðir framundanViðburðir framundan

Bjartir dagar föstudaginn 26. apríl

 • 26.4.2019

Dagskrá Bjartra daga föstudaginn 26. apríl - gakktu í bæinn

 • Stofutónleikar á Sólvangi og Hrafnistu. Lýra og söngur munu hljóma á Sólvangi og Hrafnistu á Björtum dögum. Inga Björk Ingadóttir tónlistarkona og músíkmeðferðarfræðingur færir íbúum tónlistina heim og allir fá tækifæri til að upplifa notalegan og nálægan tónlistarflutning inni á heimilinu.
 • Kl. 11-17 Spilað, litað og lesið á barna- og unglingadeild Bókasafns Hafnarfjarðar. Í boði verður að spila og lita á barna- og unglingadeild. Fullt af skemmtilegum spilum í boði.
 • Kl. 17 Ungmennahúsið Hamarinn, Suðurgötu 14 kl. 20. Opnun á listasýningunni "Út fyrir kassann", afurð 6 vikna námskeiðis þar sem markmiðið var að víkka sjóndeildarhring ungmenna í list. Til sýnis verða listaverk eftir hafnfirsk ungmenni á aldrinum 13-16 ára.
 • Kl. 17:30-19:30 Suðrænt sundlaugarpartý í Suðurbæjarlaug. Aqua Zumba með Síkátu Zumbínunum og söngkonunni Soffíu Karlsdóttur. Aqua Zumba, skvett og salsatónar í bland við stuðlög og ljúfan söng Soffíu Karls. Boðið verður upp á frískandi drykki í pottinn og alvöru suðræna, hafnfirska stemmningu.
 • Kl. 18-21 Gakktu í bæinn – Vinnustofur listamanna, söfn og verslanir verða opnar fram á kvöld
  • Gallerý Múkki, Fornubúðum 8. Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir verk sín og býður afslátt af eldri verkum. Allir hjartanlega velkomnir.
  • Gára handverk, Fornubúðum 8. Opið frá 20-22. Fallegir handmótaðir leirmunir átta leirlistakvenna.
  • Soffía Sæmundsdóttir, Fornubúðum 8. Opið verður á báðum hæðum á vinnustofu listamanns og hægt að skyggnast inn í vinnuferlið. Skemmtilegur gestur kemur í heimsókn með fuglinn sinn sem elskar að fara á sýningar og boðið verður upp á trópí og suðræna niðurskorna ávexti. Klukkan 21 verða sungnir nokkrir suðrænir slagarar.
  • Íshús Hafnarfjarðar, Strandgata 90. Íshúsið samanstendur af yfir 30 vinnurýmum og starfsemin er afar fjölbreytt. Meðal annars er í húsinu stunduð keramik hönnun, myndlist, trésmíði, skartgripa hönnun og ritsmíðar. Allir krókar og kimar gamla Íshússins verða opnir á þessu skemmtilega kvöldi.
  • Annríki - Þjóðbúningar og skart, Suðurgötu 73. Komdu og skoðaðu ævintýraveröld þar sem gestum er boðið að kynnast 300 ára sögu og þróun íslenskra búninga. Leiðsögn um búningasafn, spjall og kaffi í boði Hildar og Ása í Annríki.
  • Ungmennahúsið Hamarinn, Suðurgötu 14. Ungmennaráð Hafnarfjarðar stendur fyrir tónleikum og kynningu á Hamrinum – ungmennahúsi Hafnarfjarðar fyrir nemendur í 10. bekk kl. 20-22.
  • Frímúrarahúsið Ljósatröð frá kl. 17-21. Frímurarbræður taka á móti gestum. Kl. 18 flytja Grétar Örvarsson og Grímur Sigurðsson létta tónlist. Kl. 20 syngur karlakórinn Þrestir. Heitt á könnunni.
  • Rimmugýgur, Staðarbergi 6. Félagar sýna handverk og vopn.
  • Litla Hönnunar Búðin, Strandgötu 19. Listamanna POPPup. Listamenn, tónlist og léttar veitingar.
  • Pakkhús Byggðasafnsins opið kl. 18-21.
  • Kvöldopnun í Hafnarborg kl. 18-21. Verið velkomin á sýningarnar Fyrirvara, eftir Brynjar Sigurðarson og Veroniku Sedlmair, og Teikningar/skissur í leir og textíl, eftir Kristínu Garðarsdóttur, sem opnuðu á HönnunarMars. Hamingjustund í samvinnu við Krydd og sumardjass í umsjón Ragnars Más Jónssonar. Ratleikur fyrir gesti, unga sem aldna. Aðgangur ókeypis.
 • Kl. 20 Vorið vaknar í Gaflaraleikhúsinu. Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz í samvinnu við Gaflaraleikhúsið frumsýnir rokksöngleikinn Vorið vaknar, rokksöngleik um ungt fólk í skóla á 19. öld í Þýskalandi, byggður á leikriti eftir Frank Wedekind frá 1891. Söngleikurinn sjálfur var frumsýndur árið 2006 á Broadway og vann til hvorki meira né minna en átta Tony-verðlauna. Söngleikurinn fjallar um ungt fólk að vakna til náttúrunnar og þröngsýnt samfélagið sem reynir að bæla þau niður. Miðar eru seldir á tix.is og hjá miðasölu Gaflaraleikhússins.
 • Kl. 20:30 Þuríður Sigurðardóttir í Bæjarbíói. Ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar og tengdadóttir Hafnarfjarðar stígur á svið og fagnar stórafmælum í lífi og söng með tónleikum. Miðasala á miði.is
 • Kl. 21 Tónleikar í Fríkirkjunni. Saxafón og píanó dúett: Ragnar Már Jónsson og Þór Sverrisson kanna mörk rytmískrar og klassískrar tónlistar.


Bjartir dagar laugardagur 27. apríl