Viðburðir framundanViðburðir framundan

Bjartir dagar fimmtudaginn 25. apríl 2019

 • 25.4.2019

Dagskrá Bjartra daga fimmtudaginn 25. apríl - Sumardaginn fyrsta.

 • Kl. 10-16 Opið hús hjá Brettafélagi Hafnarfjarðar Flatahrauni 14. Frítt inn og frí afnot af búnaði ef þarf.
 • Kl. 11-17 Leikfangaland í Firði Verslunarmiðstöð gefur sápukúlur á meðan birgðir endast! Sumargjafir, tilboð og fleira skemmtilegt!
 • Kl. 11 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Keppt er í sex aldursflokkum í umsjón Frjálsíþróttadeildar FH.
Aldur Vegalengd
15 ára og eldri (2004 og fyrr) ca 2000 m.
6 ára og yngri strákar og stelpur (2013 og síðar) ca 200 m.
7 - 8 ára strákar og stelpur (2011-2012) ca. 300 m.
9 - 10 ára strákar og stelpur (2009-2010) ca. 400 m.
11 - 12 ára strákar og stelpur (2007-2008) ca. 600 m.
13 - 14 ára piltar og telpur (2005-2006) ca 1000 m.
Keppendur 15 ára og eldri hlaupa fyrst. Þá hefst keppnin hjá þeim yngstu og upp úr.
Undanfari verður með yngstu keppendunum.
Allir keppendur fá verðlaunapeninga. Sigurvegarar í flokkum fá bikara.
Verðlaun eru gefin af Hafnarfjarðarbæ.
 • Kl. 11 Menningarganga um Setbergið. Gengið verður um Setbergið undir leiðsögn Friðþjófs Einarssonar. Lagt verður af stað af planinu við Iceland. Opið í Pakkhúsi Byggðasafnsins 11-17.
 • Kl. 11-17 Opið í Pakkhúsi Byggðasafnsins. Ratleikur fyrir börn um sýninguna.
 • Kl. 12 Hádegistónleikar í Hafnarborg. Alda Ingibergsdóttir, sópran, og Antonía Hevesi, píanóleikari, flytja vel valdar sumarperlur á sérstökum auka hádegistónleikum. Aðgangur ókeypis.
 • Kl. 12-17 Opið í Hafnarborg
 • Kl. 12-15 Bogfimifélagið Hrói Höttur sýnir bogfimibúnað í Firði Verslunarmiðstöð.
 • Kl. 13-18 Opið hús hjá Siglingaklúbbnum Þyt, Strandgötu 88. Byrjendum og vönum siglingamönnum er boðið að sigla kayak (9 ára og eldri) eða árabátum og þeir sem hafa reynslu geta siglt kænum ef veður leyfir.
 • Kl. 13 Skátamessa í Víðistaðakirkju
 • Kl. 13:45 Skrúðganga frá Víðistaðakirkju að Thorsplani
 • Kl. 14-16 Fjölskyldudagskrá á Thorsplani í umsjón skátafélagsins Hraunbúa. Fram koma Svala Björgvins, trúðurinn Wally sýnir sirkusbrögð, Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar sýnir nokkur frábær dansatriði, leikfélag Flensborgarskólans sýnir brot úr Systra akt, sýnd verða nokkur atriði úr rokksöngleiknum Vorið vaknar sem söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz sýnir í Gaflaraleikhúsinu, kassaklifur, hoppukastalar, popp og ýmsir skátaleikir. Kynnir verður enginn annar en gleðipinninn Jón Jónsson sem syngur okkur inn í sumarið.
 • Kl. 14-16 Andlitsmálning í Firði Verslunarmiðstöð
 • Kl. 14-17 Opið hús á vinnustofum listamanna, Fornubúðum 8. Opið á vinnustofu Soffíu Sæmundsdóttur og hægt að skyggnast inn í vinnuferlið. Boðið verður upp á Sólskinsköku, Góu karamellur, kaffi og trópí. Þá verður einnig opið í Gára Handverk sem er vinnustofa átta leirlistakvenna.
 • Kl. 20:30 Þuríður Sigurðardóttir í Bæjarbíói. Ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar og tengdadóttir Hafnarfjarðar stígur á svið og fagnar stórafmælum í lífi og söng með tónleikum. Uppselt en aukatónleikar föstudagskvöld.


Bjartir dagar föstudagur 26. apríl