Viðburðir framundan


Viðburðir framundan

Bjartir dagar 2021

 • 21.4.2021 - 25.4.2021

Framundan eru Bjartir dagar í Hafnarfirði, menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði.

Framundan eru Bjartir dagar í Hafnarfirði, menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Vegna 20 manna samkomutakmarkana er dagskrá hátíðarinnar með öðru sniði og ekki eins pökkuð af viðburðum eins og undanfarin ár en allir ættu þó að finna eitthvað við sitt hæfi og nokkrir viðburðir verða í streymi svo fleiri geti notið. Að þessu sinni hefur sérstök áhersla verið lögð á unglingamenningu til þess að hvetja ungt fólk til virkrar þátttöku í menningarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta lista og menningar og virkja sköpunarkraft þeirra. Því má segja að Bjartir dagar 2021 sé nokkurskonar unglingamenningarhátíð.

Vegna samkomutakmarkana geta ekki öll verkefni farið fram á tilsettum tíma og því hefur verið ákveðið að lengja í hátíðartímabilinu. Bjartir dagar í Hafnarfirði fara því fram í allt sumar og fjármagn til frumkvæðisverkefna aukið. Því má gera ráð fyrir að fastir liðir sem bæjarbúar þekkja vel og aðrir viðburðir sem til stóð að halda á Björtum dögum fari fram síðar í sumar.

Umsóknir um fjárframlag til að skipuleggja viðburði og uppákomur á Björtum dögum í sumar skal senda verkefnastjóra Bjartra daga á menning@hafnarfjordur.is fyrir 15. maí og/eða 15. júní. Umsóknir verða lagðar fyrir menningar- og ferðamálanefnd sem úthlutar fjármagni í samræmi við reglur menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar um styrki til menningarstarfsemi.


Miðvikudagurinn 21. apríl – síðasti vetrardagur

 • Kl. 10:00 Syngjum inn sumarið. 3. bekkingar í Hvaleyrarskóla syngja inn sumarið undir stjórn Guðrúnar Árný í beinu streymi á Facebook síðu Hafnarfjarðarbæjar
 • Kl. 17:00 Afhending menningarstyrkja í Bæjarbíó. Tilkynnt verður hvaða Hafnfirðingur hlýtur nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2021 og menningarstyrkir afhentir. Tónlistarmenn úr hópi styrkhafa flytja tónlist við athöfnina. Vegna samkomutakmarkana er aðeins boðsgestum boðið að vera við athöfnina.
 • Kl. 17:00-19:30 Götubiti á hjólum við verslunarmiðstöðin Fjörð. Götubitinn verður með nokkra af vinsælustu matarvögnum landsins fyrir framan Fjörðinn.
 • Kl. 19:30-22:00 Listasmiðjur í félagsmiðstöðvum unglinga. Félagsmiðstöðvarnar í Hafnarfirði bjóða upp á fjölbreyttar og spennandi listasmiðjur fyrir unglinga í efstu bekkjum grunnskólanna.
 • Leikskólalist. Leikskólabörn taka virkan þátt í Björtum dögum og skreyta glugga og næsta nágrenni leikskólanna að þessu sinni.

Leikskóli Stofnun
Arnarberg Skreyta inni og úti í garði
Álfaberg Súfistinn
Álfasteinn Heimasýning
Bjarkalundur Gluggalist - börnin skreyta glugga í skólanum
Hamravellir Ásvallalaug
Hjalli Þjónustuver Hafnarfjarðar
Hlíðarberg Gluggalist
Hlíðarendi Ísbúð Vesturbæjar við Strandgötu
Hraunvallaskóli Haukahúsið
Hvammur Suðurbæjarlaug
Hörðuvellir Gluggalist
Norðurberg Gluggalist
Smáralundur Bókasafnið
Stekkjarás Heilsugæslan Sólvangi
Skarðshlíðarleikskóli Hafrannsóknarstofnun
Tjarnarás Gluggalist - börnin skreyta alla glugga í skólanum
Vesturkot Gluggalist
Víðivellir Gluggalist

Fimmtudagurinn 22. apríl – Sumardagurinn fyrsti

 • Kl. 11:00-15:00 Opið í Bókasafni Hafnarfjarðar
 • Kl. 11:00-17:00 Opið í Pakkhúsi Byggðasafnsins. Ratleikur fyrir börn um sýninguna.
 • Kl. 12:00-17:00 Opið í Hafnarborg. Ókeypis aðgangur.
 • Kl. 12:00-17:00 Vorsýning á vinnustofu Soffíu Sæmundsdóttur, Fornubúðum 8. Soffía sýnir ný verk unnin á undanförnum mánuðum. Árstíðaskipti, frjálsir vindar og kröftugar pensilstrokur einkenna verkin sem slá tóninn inn í sumarið. Hjólreiðafólk sérstaklega boðið velkomið með sig og sína og kjörið að njóta myndlistar og hafnarsvæðisins með sínum allra bestu. Köflóttir dúkar, nesti, skutlur og sixpensarar eiga vel við. Sýningin er opin á Björtum dögum 23. og 24. apríl frá 14-17 og stendur út maí en lýkur á Sjómannadaginn 6. júní.
 • Kl. 18:00-22:00 Brikk pop-up. Brikk pizza og happy hour á Norðurbakka 1. FULLBÓKAÐ! Fleiri popup auglýst síðar!
 • Listasmáskólinn á Brikk. Sýning á verkum nemenda Listasmáskólans í gluggum Brikk, Norðurbakka 1.

Föstudagurinn 23. apríl

 • Kl. 17:00 Síðdegistónar í Hafnarborg. Fram koma söngkonan landsfræga Andrea Gylfadóttir og Sálgæslan. Sálgæslan flytur lög og texta saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar. Auk hans skipa hljómsveitina þeir Þórir Baldursson á Hammond orgel, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Einar Scheving á trommur. Tónlistin er á mörkum jazz og blús en teygir sig í ýmsar óvæntar áttir og húmorinn er aldrei langt undan. Vegna tilslakana á fjöldatakmörkunum getum við boðið áhorfendum á tónleikana. Gestir eru beðnir um að panta sér miða í síma 585 5790 á opnunartíma safnsins. Aðgangur er ókeypis. Grímuskylda er á tónleikunum hjá gestum og tveggja metra fjarlægð skal höfð milli óskyldra aðila. Tónleikunum verður áfram streymt beint á facebook og í gegnum heimasíðu safnsins svo að sem flestir geti notið flutningsins.
 • Ljósmyndasýningin „Vinir sem þú hefur ekki enn hitt“ í anddyri Ásvallalaugar. Sjónræn frásögn um ungt fólk frá vinabæjunum Frederiksberg í Danmörku og Hafnarfirði. Ungt fólk segir frá því hvernig er að vera ungur, hvað þau dreymir um í framtíðinni og hverju þau hafa mestan áhuga á þessa stundina. Sýningin er sett upp í tilefni af 70 ára vinabæjarafmæli þessara ólíku bæja en hins vegar eiga ungmennin margt sameiginlegt. Sýningin verður opin til 23. júní.

Laugardagurinn 24. apríl

 • kl. 10:00-16:00  Stóri Plokkdagurinn. Allir geta plokkað! Hafnfirðingar eru hvattir til að taka til hendinni og hreinsa bæinn.
 • Kl. 14:00-18:00 Opið hús hjá Brettafélagi Hafnarfjarðar Flatahrauni 14. Frítt inn í SKATE parkið og hægt að fá lánaðan búnaði ef þarf.
 • Kl. 11:00-13:00 Fuglaskoðun í Höfðaskógi. Lagt af stað frá Þöll við Kaldárselsveg. Leiðsögumenn Hannes Þór Hafsteinsson og Steinar Björgvinsson. Takið með ykkur sjónauka. Létt ganga um skóginn og nágrenni fyrir alla fjölskylduna. Nánari upplýsingar á heimasíðu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, skoghf.is, eða í síma 555-6455.
 • Kl. 11:00-17:00 Pakkhús Byggðasafnsins opið. Ratleikur fyrir börn um sýninguna. Aðgangur ókeypis.
 • Kl. 11:00-15:00 Opið í Bókasafni Hafnarfjarðar.
 • Kl. 12:00-17:00 Opið í Hafnarborg. Aðgangur ókeypis.
 • Kl. 15:00 Spunaspilasólarhringur í ungmennahúsinu Hamrinum. Matur í boði og möns! 1.500 kr þátttökugjald. Hámarksfjöldi 20 manns. Skráning fyrir 22. apríl hjá mgm@hafnarfjordur.is eða í síma 664-5551.

Sunnudaginn 25. apríl

 • Kl. 11:00-17:00 Pakkhús Byggðasafnsins opið. Ratleikur fyrir börn um sýninguna. Aðgangur ókeypis.
 • Kl. 12:00-17:00 Opið í Hafnarborg. Aðgangur ókeypis.
 • Kl. 20:00 Jónas Sig og hamingjan - streymisstund í Hafnarfjarðarkirkju. Fram koma Jónas Sig og Ómar Guðjónsson tónlistarmenn, Guðmundur Sigurðsson organisti og Sr. Jónína Ólafsdóttir sóknarprestur.

Dagskrá getur breyst án fyrirvara og viðburðir bæst við eða frestast. Við hvetjum gesti til að virða fjöldatakmörk, tveggja metra nálægðarmörk og huga að einstaklingsbundnum smitvörnum og nota andlitsgrímur þegar við á.