Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Furðuverusmiðja á Bókasafni Hafnarfjarðar

Bestiary - myndlistasmiðja með Otiliu Martin

  • 21.1.2021, 17:00 - 19:00, Bókasafn Hafnarfjarðar

Hönnuðurinn og myndlistamaðurinn Otilia Martin leiðir smiðju fyrir ungt listafólk. Smiðjan snýr að sköpun furðuvera.

Smiðjan er ætluð ungu listafólki, 16-20 ára og verður kennd á ensku. Skráningar er þörf og takmörkuð sæti í boði. 

Hönnuðurinn og myndlistamaðurinn Otilia Martin leiðir smiðju fyrir ungt listafólk í smiðju sinni, Bestiary. Smiðjan snýr að sköpun furðuvera þar sem Otilia Martin leiðir þátttakendur í leitun að sínum innri furðudýragarði.
Furðudýragarðurinn sækir innblástur sinn þvert á miðla, í landakort miðalda og nútímamenningu, og mun hver og einn þátttakandi ráða tilfinningu og formi síns dýragarðs og alls sem í honum býr, bæði myndrænt og svo tilfinninga- og upplifunarlega.Tilgangur smiðjunnar er að gefa ungum listamönnum færi á að þróa með sér skilning á sjónrænum hugrenningartengslum milli hugmynda og ritaðs máls og auka með því sköpunargleði, ásamt því að gera ímyndunaraflinu frjálsan tauminn.
Smiðjan er ætluð ungu listafólki á milli 16-20 ára, og verður kennd á ensku. Skráningar er þörf, og má skrá sig með því að senda tölvupóst á bokasafn@hafnarfjordur.is. Takmörkuð sæti eru í boði