Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • veganistur örfyrirlestur í janúar

Augnablik - örfyrirlestur: Veganistur

  • 19.1.2021, 17:00 - 17:20, Bókasafn Hafnarfjarðar

Fyrsti fyrirlesturinn í mánaðarlegum örfyrirlestrum Bókasafns Hafnarfjarðar verður í höndum Júlíu Sifjar, bloggara og grænkerakokks sem heldur ásamt systur sinni út samfélasmiðlarásinni Veganistur.

Athugið að fjöldi þátttakenda stýrist af viðmiðum Almannavarna að hverju sinni. Grímuskylda er á bókasafninu.

Bókasafn Hafnarfjarðar stendur fyrir mánaðarlegum örfyrirlestrum til að auðga andann og fræða um allt milli himins og jarðar, merkilegt og ómerkilegt, furðulegt og fyndið, eitthvað sem allir vilja vita og það sem fólk vissi ekki að það vildi vita. Hver fyrirlestur er 15-20 mínútur og á sér stað á fyrstu hæð safnsins.

Fyrsti fyrirlesturinn verður í höndum Júlíu Sifjar, bloggara og grænkerakokks sem heldur ásamt systur sinni út samfélasmiðlarásinni Veganistur.

Það eru ansi margir sem hafa planað lengi vel að borða meira grænt og minna kjöt, en oft er erfitt að koma sér af stað. Alls konar spes dót og nöfn sem enginn skilur, - og svo virkar þetta allt svo flókið! Í tilefni af Veganúar ætlar Júlía Sif að fræða okkur um hvernig má auðveldlega má töfra fram auðvelda veganrétti og stuðla þannig að auknu heilbrigði og náttúruvernd - svo eru þeir líka bara svo góðir!

Athugið að fjöldi þátttakenda stýrist af viðmiðum Almannavarna að hverju sinni.
Grímuskylda er á bókasafninu.