Viðburðir framundan


Viðburðir framundan

Áttabíó: Astrópía á Bóka- og bíóhátíð

  • 13.10.2021, 19:30 - 22:00

Miðvikudagskvöldið 13. október kl. 20 verður kvikmyndin Astrópía sýnd í Bæjarbíó í tilefni af bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Miðvikudagskvöldið 13. október kl. 20 verður kvikmyndin Astrópía sýnd í Bæjarbíó í tilefni af bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Astrópía er íslensk kvikmynd frá 2007 eftir Gunnar B. Guðmundsson sem var að stóru leyti tekin í Hafnarfirði. Eftir að kærasti Hildar er settur í fangelsi neyðist hún til að fá sér vinnu í „nördabúðinni“ Astrópíu þar sem hún kynnist mörgum skrautlegum karakterum sem kynna hana fyrir heimi hlutverkaspila.
Á undan Astrópíu verður Karamellumyndin eftir Gunnar B. sýnd. Stuttmyndin segir frá lögreglumanni og aðstoðarkonu hans sem reyna að upplýsa röð dularfullra glæpa, sem virðast tengjast með óbeinum hætti. Þá verður stuttmyndin „Ég er bara að ljúga er það ekki?“ og örþættirnir „Hafnarfjörður í Hnotskurn“ einnig sýndir en verkefnin voru unnin í skapandi sumarstörfum í Hamrinum sumarið 2021.

  • Kl. 19:30 Ég er bara að ljúga er það ekki
  • Kl. 19:40 Hafnarfjörður í hnotskurn
  • Kl. 20:00 Karamellumyndin
  • Kl. 20:15 Astrópía

Í samræmi við gildandi takmarkanir á samkomum vegna farsóttar þurfa gestir að nota andlitsgrímur þegar þeira standa og sitja og ekki hægt að tryggja 1 metra nálægðarmörk (börn fædd 2006 eða síðar undanskilin) og skrá sig við komu á viðburðinn.