Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Mynd Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013 - 2025

Ásvallabraut - Opið hús

  • 5.2.2018, 8:00 - 17:00

Opið hús vegna breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og vegna nýs deiliskipulags fyrir Ásvallabraut.

Opið hús verður mánudaginn 5. febrúar 2018 að Norðurhellu 2, 221 Hafnarfirði þar sem hægt verður að kynna sér tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar.  Breytingin felst í að í stað tveggja tengibrauta sunnan núverandi byggðar verði ein braut, Ásvallabraut og lega hennar breytist þannig að hún tengist Kaldárselsvegi og Elliðavatnsvegi með hringtorgi neðan Hlíðarþúfna, en tenging við Ásland 3 verður felld út. 

Á sama tíma verður hægt að kynna sér nýtt deiliskipulag fyrir Ásvallabraut.  Hægt verður að fá svör við spurningum sem tengjast þessari skipulagsgerð á Umhverfis- og skipulagsþjónustu. 

Vegna formgalla við auglýsingu deiliskipulags Ásvallabrautar þarf að auglýsa hana aftur en þær athugasemdir sem bárust í maí sl. eru enn í fullu gildi. 

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar