Viðburðir framundanViðburðir framundan

Álfahátíð í Hellisgerði

  • 23.6.2019, 14:00 - 16:00

English below...

Jónsmessuhátíðin Álfahátíð í Hellisgerði verður haldin í þriðja sinn sunnudaginn 23. júní næstkomandi. Hátíðin undanfarin ár hefur farið langt fram úr væntingum og heldur hún áfram að vaxa og dafna.

Dagskráin er ekki af verri endanum en í ár verða á annan tug leikara í víðsvegar um garðinn í hlutverki álfa og huldufólks. Konungur og drottning úr hulduheimum.

  • Andlitsmálun.
  • Iðufléttur gera æfuntýralegar hárgreiðslur.
  • Hrafna ljósmyndari tekur ljósmyndir inn í hulduheima.
  • Annríki þjóðbúningar verða á stjá um garðinn.

Dagskráin hefst klukkan 14:00 og kynnar dagsins eru engir aðrir en Trjálfarnir úr Stundinni okkar. 

  • 14:05 - Álfaganga um Hellisgerði með Sigurbjörgu Karlsdóttur.
  • 14:20 - Fjölskyldu og barna Yoga með Birnu Írisi Hlynsdóttur og Dagbjört Agnarsdóttur en þær eru ný útskrifaðir yoga kennarar frá Yogavin
  • 14:40 - Sögustund með Gýgju Árnadóttur rithöfundi og kennara. Gýgja er í sérstöku sambandi við hulduheima og skrifaði barnabækurnar "Hvað er á bakvið vegginn?" sem fjalla um samskipti álfa og huldufólks við mannabörn. (bækurnar fást í Litlu Álfabúðinni)
  • 15:05 - María Ísól komst í úrslit í hæfileikakeppni Víðistaðaskóla í vor. 
  • 15:10 - Svala Björgvins og Þórdís Imsland syngja nokkur vel valin Disney lög

Við mælum með að mæta klædd í álfabúningum. Álfaeyru, húfur og blómakransar verða til sölu á staðnum á meðan birgðir endast.

* Skiljum hundana eftir heima.
_________________________________________________

Midsummer's festival in Hellisgerði.

It is an old Icelandic myth that elves and hidden people come out and dance to celebrate midsummer and summer solstice. In Icelandic it is called Jónsmessa.

On Sunday the 23rd of June a midsummer festival will be held in Hellisgerði which is often known as the Elf Garden in Hafnarfjörður. It is a quiet family festival full of mythological creatures and music.

Where: Hellisgerði park, Hafnarfjörður. Bus no. 1

When: Sunday, June 23rd 14:00 - 16:00

Free entry