Viðburðir framundanViðburðir framundan

Álfa- og bókafjör í Hellisgerði

  • 10.11.2019, 13:00 - 14:00

Verið velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Nína óskastjarna og ævintýrið á Álfhóli eftir Helgu Arnardóttur og Ylfu Rún Jörundsdóttur sunnudaginn 10. nóvember kl. 13.

Fögnuðurinn fer fram í hinu ævintýralega Hellisgerði í Hafnarfirði og hver veit nema við rekumst á einhverja álfa á ferðinni? Það er að minnsta kosti víst að bókin um Nínu verður til sölu á kynningarverði, lesið verður úr bókinni og boðið verður upp á heitt súkkulaði og með því.

Allir velkomnir!