Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • FerdafelagBarnanna

Afmælisfjallganga Ferðafélags barnanna

  • 13.6.2019, 19:00 - 21:00, Helgafell

Allir krakkar og fjölskyldur þeirra eru boðin hjartanlega velkomin í afmælisfjallgöngu Ferðafélags barnanna fimmtudaginn 13. júní kl. 19 á Helgafell í Hafnarfirði. Ingó veðurguð ætlar að koma með gítarinn og halda uppi fjörinu og Fjallakofinn sem jafnframt fagnar 15 ára afmæli ætlar að gefa öllum duglegum krökkum afmælisglaðning. Þetta verður alvöru afmælisveisla og eru allir vinir Ferðafélags barnanna hjartanlega velkomnir!

Í göngunni á Helgafell ætla börn og fullorðnir að njóta kvöldsólarinnar sem lætur næsta örugglega sjá sig. Þetta er skemmtileg ganga sem um leið er nokkur áskorun fyrir alla duglega krakka. Á toppnum verður svo auðvitað sunginn afmælissöngurinn til heiðurs Ferðafélagi barnanna. Gott er að vera í góðum skóm og verður lagt af stað frá bílastæði við Kaldárselsveg.

Allar nánari upplýsingar um afmælisvikuna og starf Ferðafélags barnanna má finna hér: https://www.fi.is/is/ferdafelag-barnanna og á síðu Ferðafélags barnanna á Facebook.