Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Á slóðum ljósmyndanna

  • 13.6.2019, 20:00 - 21:00

Í sumar er boðið upp á menningar- og heilsugöngur öll fimmtudagskvöld kl. 20. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

13. júní - Á slóðum ljósmyndanna
Kirsten Simonsen sýningarstjóri og Magnea Guðmundsdóttir arkitekt ganga um slóðir ljósmyndasýningarinnar Tímahvörf sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Rætt verður um bæinn, þróun hans og ímynd eins og hún birtist okkur í ljósmyndum 8 samtímaljósmyndara. Gengið frá Hafnarborg

Menningar- og heilsugöngurnar eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar.