Viðburðir framundanViðburðir framundan
 • IMG_2651

17. júní í Hafnarfirði

 • 17.6.2017, 8:00 - 17:00, Hafnarfjörður

Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði

Að vanda verður fjölbreytt dagskrá í boði í Hafnarfirði á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní, þjóðhátíðarveisla sem teygir anga sína víða um bæinn. Skipulögð dagskrá verður á Thorsplani, við Hafnarborg og Byggðasafn Hafnarfjarðar.  Á Strandgötunni verða sölubásar, leiktæki, skotbakkar, borðtennis, bogfimi, tónlist,  þrautabraut og risa loftboltar.

Dagskrá á PDF formi til útprentunar

Dagskrá á Þjóðhátíðardegi

 • 8:00 Fánar dregnir að húni og fánahylling. Skátafélagið Hraunbúar flaggar fánum víða um bæinn
 • 11:00 Þjóðbúningasamkoma í safnaðarheimili Víðistaðakirkju. Annríki - Þjóðbúningar og skart veitir aðstoð við að klæðast þjóðbúningum og hvetur Hafnfirðinga til að taka fram þjóðbúninga allra landa
 • 11:00-13:00 Afmæli Hraunbyrgis. Hæ hó jibbí jei og jibbí jei - Hraunbyrgi fagnar afmæli á 17. júní. Skátafélagið Hraunbúar fagnar 20 ára afmæli Skátamiðstöðvarinnar Hraunbyrgis og munu hafa opið hús fyrir gesti. Boðið verður upp á skátaleiki og varðeldastemningu að skátasið. Skátarnir munu hafa sína árlegu kaffisölu upp í Hraunbyrgi                                              
 • 13:00 Skrúðganga frá skátaheimilinu Hraunbyrgi. Gengið niður Hjallabraut, eftir Flókagötu síðan Vesturgötu og inn Strandgötu að Thorsplani. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og skátafélagið Hraunbúar leiða skrúðgönguna 

Hátíðarhöld í miðbæ Hafnarfjarðar frá kl. 13:30-17:00


Á Thorsplani kl. 13:30

 • Karlakórinn Þrestir
 • Ávarp fjallkonu, Eva Ágústa Aradóttir
 • Setning, Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar
 • Ávarp nýstúdents, Kristinn Snær Guðmundsson

kl. 14:00

 • Skoppa og Skrítla
 • Alan Jones
 • Fitness æðið
 • Arabesque dans
 • Víkingabardagi – Rimmugýgur
Kl. 15:00
 • Emmsjé Gauti
 • Fjarskaland
 • DWC danshópur
Kl. 16:00
 • Atriði frá Gunna og Felix
 • Júlladiskó

Kynnar eru Gunni og Felix; Gunnar Helgason og Felix Bergsson.

Við Hafnarborg frá kl. 14:00-16:00

 • Lúðrasveit Hafnarfjarðar
 • 14:00 Guttormur
 • 14:30 Margrét Arnar og Birkir Blær
 • 15:00 Línudans


Við Byggðasafn frá kl. 14:00-16:00

 • 14:00 Línudans
 • 14:30 Guttormur
 • 15:00 Fitness æðið
 • 15:30 Devine Defilement og Stefán Atli og Ingi Bauer með tölvutónlist

Hátíðarhöld um allan bæ

Á Strandgötunni verða sölubásar, leiktæki, skotbakkar, borðtennis, bogfimi, tónlist,  þrautabraut og risa loftboltar. Margrét Arnar og Birkir Blær mynda saman harmonikusaxófóndúett og spila skemmtileg lög úr ýmsum áttum. Leikhópurinn á bakvið Hetjuna spilar saman stemningslög. Skapandi sumarstörf úr Vinnuskóla Hafnarfjarðar verða á ferðinni. Klifur upp gamla pósthúsið. Listahópur Vinnuskólans

Bílastæði við bókasafnið

 • Leiktæki
 • Borðtennisdeild BH
 • Bogfimi frá íþróttafélaginu Freyju


Gamli Lækjarskóli

 • Siglingaklúbburinn Þytur verður með báta og kajaka á Læknum
 • Teymt undir börnum á hestum frá Hestamannafélaginu Sörla


Austurgötuhátíð

Hin stórskemmtilega Austurgötuhátíð verður á sínum stað þetta árið og er nú haldin í sjötta sinn. Eins og fyrri ár verður margt skemmtilegt og spennandi í boði. Meðal viðburða verður heimilislegt kaffihús með heitu súkkulaði og vöfflum, tælenskur veitingastaður, handverk, skart, bækur og nokkrir flóamarkaðir. Einnig verður lifandi tónlist í götunni yfir daginn. Verið velkomið á Austurgötuna

Sjúkrastofnanir
Guðrún Gunnarsdóttir heimsækir sjúkrastofnanir ásamt Gunnar Gunnarsson píanóleikara og heldur tónleika.

Hafnarborg
Opið kl. 12:00-17:00. Ókeypis aðgangur.

Í Hafnarborg eru þrjár sýningar; sýning Einars Fals Ingólfssonar „Landsýn - Í fótspor Johannesar Larsen“, sýning á verkum Söru Gunnarsdóttur og Unu Lorenzen og nefnist hún „Dáið er allt án drauma“ og Annríki - Þjóðbúningar og skart mun ásamt Faldafreyjum sýna íslenska búninga.

 Í Hafnarborg eru tvær nýjar sýningar. í aðalsal á 2. hæð er það sýning Einars Fals Ingólfssonar „Landsýn - Í fótspor Johannesar Larsen“ en í þrjú ár, 2014 – 2016, ferðaðist Einar um Ísland og tók ljósmyndir á þeim stöðum sem Larsen hafði um 90 árum áður dregið upp rúmlega 300 teikningar á sögustöðum Íslendingasagna. Ljósmyndir Einars eru sýndar samhliða teikningum Larsens sem fengnar voru að láni hjá Larsen safninu á Fjóni.

Í Sverrissal, 1. hæð, er sýning á verkum Söru Gunnarsdóttur og Unu Lorenzen og nefnist hún „Dáið er allt án drauma“ þar sem listakonurnar vinna út frá teikningum, hvor með sínum hætti. Sara hefur fært teikninguna yfir í útsaum en Una vinnur hreyfimyndir úr teikningum. Báðar skapa þær heima í kringum valin augnablik eða hugmynd og leika sér að abstrakt og stundum súrrealískum umbreytingum eða afmyndunum.

Annríki - Þjóðbúningar og skart mun ásamt Faldafreyjum sýna íslenska búninga í Hafnarborg, 1. hæð á 17. júní. Þar verða m.a. til sýnis endurgerðir faldbúningar frá 18. og 19. öld. Geta gestir kynnt sér fjölbreytt handverk við gerð þessara fögru búninga og fengið svör við spurningum sem vakna. Allir hvattir til að koma og njóta þessa fagra menningararfs okkar Íslendinga.

Byggðasafn Hafnarfjarðar

Lifandi og fróðlegt safn fyrir alla fjölskylduna. Ókeypis aðgangur og opið frá kl. 11:00-17:00 í sex húsum: Pakkhúsinu, Sívertsens-húsinu, Beggubúð, Siggubæ, Bungalowinu og Gúttó auk ljósmyndasýningar á Strandstígnum.  Ókeypis aðgangur!

 • Pakkhúsið, Vesturgötu 8. Pakkhúsið er aðalsýningarhús Byggðasafnsins og hýsir þrjár sýningar. Þemasýningu um upphaf almenningsfræðslu í Hafnarfirði, Þannig var... saga Hafnarfjarðar frá landnámi til okkar daga og á efstu hæð hússins er að finna litríka leikfangsýningu fyrir börn og fullorðna.
 • Sívertsens-hús, Vesturgötu 6. Sívertsens-húsið er elsta hús bæjarins, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen sem var á sinni tíð mesti athafnamaður í Hafnarfirði, rak útgerð, verslun og skipasmíðastöð í bænum. Í húsinu er að finna margvíslegan fróðleik um Bjarna og fjölskyldu hans.
 • Beggubúð, Kirkjuvegi 3b. Í húsinu er verslunarminjasýning Byggðasafnsins. Húsið var byggt sem verslunarhús árið 1906 fyrir verslun Egils Jacobssens. Það stóð áður við Strandgötu en var flutt á lóð safnsins, gert upp og opnað sem sýningahús árið 2008.
 • Siggubær, Kirkjuvegur 10. Það að koma inn í þetta litla hús er í raun einstök upplifun en Siggubær var byggður árið 1902 og er varðveittur sem sýnishorn af heimili verkamanns eða sjómanns í Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. aldar. Við Siggubæ er auk þess opin sýningin „Álfar og álafatrú“.
 • Bookless Bungalow, Vesturgötu 32. Bungalowið var byggt sem íbúðarhús fyrir skosku bræðurna Harry og Douglas Bookless árið 1918 en þeir ráku umfangsmikla útgerð frá Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar. Í húsinu er sögu erlendu útgerðarinnar frá fyrri hluta 20. aldar í Hafnarfirði gerð skil en húsið sem slíkt er jafnframt einstakur safngripur.
 • Gúttó, Suðurgötu 7. Í Góðtemplarahúsinu hefur Byggðasafn Hafnarfjarðar sett upp sýninguna „Gúttó – Hús templara, vagga félags- og menningarlífs í 130 ár“ þar sem ljósi er varpað á sögu Góðtemplarareglunnar í Hafnarfirði og því mikla félags- og menningarstarfi sem fram hefur farið í húsinu í gegnum tíðina.
 • Strandstígurinn. Á Strandstígnum meðfram höfninni í Hafnarfirði er Byggðasafn Hafnarfjarðar með sýningaraðstöðu fyrir ljósmyndasafn sitt. Þar má sjá nýja ljósmyndasýningu sem á eru ljósmyndir eftir ljósmyndarann Kristján Guðmannsson af daglegu lífi Hafnfirðinga um 1970. Á sýningunni eru 60 ljósmyndir og nær hún allt frá Fjörukrá og vestur út Herjólfsgötu.


Hjólabrettahöllin

Opið verður fyrir alla í Hjólabrettahöllinni á Flatahrauni hjá Brettafélaginu frá kl. 12:00 - 18:00. Frítt inn.

Sólstöðuhátíð Víkinga verður um daginn við Fjörukránna

Samgöngur og umferðalokanir

Miðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hátíðarhöldum stendur.  

 • Strandgata og Austurgata: við Lækjargötu
 • Linnetstígur: við Fjarðargötu og Hverfisgötu 23
 • Mjósund: við Austurgötu

Við hvetjum fólk til að ganga í bæinn, taka strætó eða leggja löglega nærri miðbænum. Bendum á fjölmörg bílastæði við Lækjarskóla, Iðnskólann, Flensborg, Íþróttahúsið Strandgötu eða Víðistaðaskóla. Bílastæði fatlaðra eru við Linnetstíg 1.

SKILJUM HUNDANA EFTIR HEIMA
Að gefnu tilefni er bent á að hundum líður betur heima en í mannmergð og fólksfjölda. Vinsamlega athugið að hundar eru ekki leyfðir á viðburðastöðum. 

Þjóðhátíðarnefnd

 • Karólína Helga Símonardóttir formaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir
 • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir


Framkvæmdanefnd

 • Geir Bjarnason
 • Bára Kristín Þorgeirsdóttir
 • Linda Hildur Leifsdóttir