Viðburðir framundanViðburðir framundan

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní 2019

 • 17.6.2019

Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Hafnarfirði

Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði

Hátíðardagskrá

8:00 Fánar dregnir að húni og fánahylling á Hamrinum
Skátafélagið Hraunbúar flaggar víðsvegar um bæinn.

11:00 Þjóðbúningasamkoma í Flensborg
Annríki - Þjóðbúningar og skart veitir aðstoð við að klæðast þjóðbúningum og hvetur Hafnfirðinga til að taka fram þjóðbúninga allra landa. Þjóðbúningamyndataka við Hafnarborg kl. 15:00.

Fornbílar frá Fornbílaklúbbi Íslands hittast á bílaplaninu við Flensborgarskólann kl.11. Bílarnir munu síðan aka á undan skrúðgöngunni niður að bílaplaninu við Hafnarborg og vera þar til sýnis framan af degi.

13:00 Skrúðganga frá Flensborgarskóla
Gengið niður Hringbraut, eftir Lækjargötu og inn Strandgötu að Thorsplani. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og skátafélagið Hraunbúar leiða skrúðgönguna.


Hátíðarhöld á Thorsplani kl. 13:30-17:00
Karlakórinn Þrestir
Ávarp fjallkonu, Katla Sif Snorradóttir
Setning Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
Ávarp nýstúdents, Nanna Björg Guðmundsdóttir

 • 14:00 Latibær - Íþróttaálfurinn & Solla stirða
 • 14:20 Sigurvegarar í söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar
 • 14:30 Lína langsokkur - Ágústa Eva
 • 14:50 Fútluz - atriði frá söngleik Víðistaðaskóla
 • 15:00 Víkindabardagi - Rimmugýgur
 • 15:05 Katrín Halldóra syngur lög Ellýjar Vilhjálms
 • 15:30 Karíus og Baktus
 • 15:45 Systra-Akt söngleikur Flensborg
 • 16:00 BRÍET
 • 16:30 JóiP og Króli 
 • 17:00 Maxi X Daxi 

Kynnir er Björgvin Franz Gíslason

Skemmtidagskrá við Hafnarborg
Opið í Hafnarborg frá kl. 12-17

 • Tímahvörf: Sýn átta samtímaljósmyndara á Hafnarfjörð og sýningin comme ça louise?
 • Þjóðbúningasýning þar sem sérstök áhersla er lögð á þjóðbúninga kvenna og þróun þeirra.
 • 14:00-15:00 Guðrún Árný söngkona spilar og syngur íslenskar perlur í aðalsal Hafnarborgar
 • 15:30 Ingó Geirdal töframaður sýnir töfrabrögð í aðalsal Hafnarborgar
 • Línudans félags eldri borgara, Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar, stúlkur frá Fimleikafélaginu Björk gjörningur listahóps Vinnuskólans og hljómsveitirnar Little Menace og Ravison.

Skemmtidagskrá við Byggðasafnið
Opið í sex húsum Byggðasafnsins frá kl. 11-17 auk ljósmyndasýningar á Strandstíg.
Við Pakkhúsið verður hestvagn Bettínu á ferli og hoppukastali.

Skemmtidagskrá við Bókasafnið

 • Diskótekið Dísa, hoppukastalar, litli róló
 • 15:00 Leikhópurinn Lotta sýnir brot af því besta

 

Víkingahátíð á Víðistaðatúni

Víkingahátíð Rimmugýgjar á Víðistaðatúni frá kl. 13:00-19:00. Aðgangur ókeypis.

 • 13:30 Víkingaskóli
 • 14:00 Tónlist - Boði
 • 15:00 Bogfimikeppni
 • 16:00 Víkingaleikir
 • 17:00 Tónlist - Hamradun
 • 18:00 Bardagasýning
 • 19:00 Lokaathöfn


Austurgötuhátíð
Hin stórskemmtilega Austurgötuhátíð verður haldin í níunda sinn þetta árið. Íbúar Austurgötu bjóða Hafnfirðinga og nærsveitarmenn velkomna og eins og fyrri ár verður margt skemmtilegt og spennandi í boði. 

Linnetstígur
Brettafélag Hafnarfjarðar setur upp snjóbrettasýningu

Strandgatan, stræti og torg
Á Standgötunni verða sölubásar, leiktæki, skotbakkar, borðtennis, bogfimi, pílukast og tónlist. Þá verða skapandi sumarstörf og listahópur Vinnuskóla Hafnarfjarðar á ferðinni.

Gamli Lækjarskóli
Siglingaklúbburinn Þytur verður með báta og kajaka á Læknum  og teymt verður undir börnum á hestum frá Hestamannafélaginu Sörla.

Sjúkrastofnanir
Heiða Ólafsdóttir og Helgi Hannesson heimsækja sjúkrastofnanir og flytja íslenskar perlur

Samgöngur og umferðalokanir
Miðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hátíðarhöldum stendur:
Strandgata og Austurgata: við Lækjargötu
Linnetstígur: við Fjarðargötu og Hverfisgötu 23
Mjósund: við Austurgötu
Bílastæði fatlaðra við Linnetstíg 1
Bæjarbúar eru hvattir til að leggja bílum löglega nálægt miðbænum og ganga eða taka strætó á viðburðastaði.
Bendum á fjölmörg bílastæði við Lækjarskóla, Tækniskólann, Flensborg, Íþróttahúsið Strandgötu og Víðistaðaskóla.


SKILJUM HUNDANA EFTIR HEIMA
Að gefnu tilefni er bent á að hundum líður betur heima en í mannmergð og fólksfjölda.
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ HUNDAR ERU EKKI LEYFÐIR Á VIÐBURÐASTÖÐUM.