Viðburðir framundanViðburðir framundan

17. júní 2018

  • 17.6.2018, 13:00 - 17:00

Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Hafnarfirði

8:00 Fánar dregnir að húni og fánahylling á Hamrinum
Skátafélagið Hraunbúar flaggar fánum víðsvegar um bæinn.


11:00 Þjóðbúningasamkoma í Flensborg
Annríki - Þjóðbúningar og skart veitir aðstoð við að klæðast þjóðbúningum og hvetur Hafnfirðinga til að taka fram þjóðbúninga allra landa. 


13:00 Skrúðganga frá Flensborgarskóla
Gengið niður Hringbraut, eftir Lækjargötu og inn Strandgötu að Thorsplani. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og skátafélagið Hraunbúar leiða skrúðgönguna 


Hátíðarhöld í miðbænum kl. 13:30-17:00
Karlakórinn Þrestir
Ávarp fjallkonu, Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir
Setning, Guðbjörg Oddný Jónasdóttir fulltrúi þjóðhátíðarnefndar
Ávarp nýstúdents, Ásta Sól Bjarkadóttir

14:00 Salka Sól sem Ronja Ræningjadóttir
14:20 Daði Freyr
14:50 Pitch perfect
15:00 Listdansskóli Hafnarfjarðar
15:05 Víkingabardagi – Rimmugýgur
15:25 Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar
15:30 Svala Björgvins
16:00 Wizardmansclique

Kynnar: Arnór Björnsson og Kolbeinn Sveinsson 


15:00-15:30 Guðrún Árný spilar og syngur íslenskar perlur í Hafnarborg

Við Hafnarborg kl. 14:00-16:00
14:00 Unglingabönd úr Músik og Mótor
A waste of good name, Aaru, Darri og Guðmundur og Inzeros
15:00 Þjóðbúningamyndataka
15:10 Línudans eldri borgara
15:20 Listdansskóli Hafnarfjarðar
15:30 Fimleikafélagið Björk
15:40 Söngur unglinga félagsmiðstöðva

Kvartmíluklúbburinn sýnir bíla við Hafnarborg


Við Byggðasafn kl. 14:00-16:00
14:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar
14:30 Listdansskóli Hafnarfjarðar
14:40 Línudans eldri borgara
15:00 Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar
15:10 Fimleikafélagið Björk

Strandgatan, stræti og torg
Á Strandgötunni verða sölubásar, andlitsmálun, leiktæki, skotbakkar, þrautabraut og bubbleboltarListahópur VinnuskólansHestakerra ekur börnunum 

Bílastæði við bókasafnið
Leiktæki
Borðtennisdeild Badmintonfélags Hafnarfjarðar
Bogfimi 

Gamli Lækjarskóli
Siglingaklúbburinn Þytur verður með báta og kajaka á Læknum
Teymt undir börnum á hestum frá Hestamannafélaginu Sörla 

Kl.14 – Leikhópurinn Lotta verður á Austugötunni hjá Fríkirkjunni með brot af því besta.

Austurgötuhátíð
Hin stórskemmtilega Austurgötuhátíð verður haldin í áttunda sinn þetta árið. Eins og fyrri ár verður margt skemmtilegt og spennandi í boði. Meðal viðburða verður heimilislegt kaffihús með heitu súkkulaði og vöfflum, tælenskur veitingastaður, handverk, skart, bækur og nokkrir flóamarkaðir. Einnig verður lifandi tónlist í götunni yfir daginn. Íbúar Austurgötu bjóða Hafnfirðinga og nærsveitarmenn velkomna á Austurgötuna á 17. júní

Víkingahátíð Rimmugýgjar
Víkingahátíð á Víðistaðatúni frá kl. 13:00-19:00. Aðgangur ókeypis.

Sjúkrastofnanir
Margrét Arnardóttir og Kristín Inga Jónsdóttir heimsækja sjúkrastofnanir og flytja íslenskar perlur

Samgöngur og umferðalokanir
Miðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hátíðarhöldum stendur:
Strandgata og Austurgata: við Lækjargötu
Linnetstígur: við Fjarðargötu og Hverfisgötu 23
Mjósund: við Austurgötu
Bílastæði fatlaðra við Linnetstíg 1
Bæjarbúar eru hvattir til að leggja bílum löglega nálægt miðbænum og ganga eða taka strætó á viðburðastaði.
Bendum á fjölmörg bílastæði við Lækjarskóla, Iðnskólann, Flensborg, Íþróttahúsið Strandgötu og Víðistaðaskóla.


SKILJUM HUNDANA EFTIR HEIMA
Að gefnu tilefni er bent á að hundum líður betur heima en í mannmergð og fólksfjölda.
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ HUNDAR ERU EKKI LEYFÐIR Á VIÐBURÐASTÖÐUM.