Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • 112DagurinnFebruar2021

112 dagurinn – öryggi og velferð barna og ungmenna

  • 11.2.2021, 8:00 - 23:59

112-dagurinn verður haldinn um allt land 11. febrúar næstkomandi eins og undanfarin ár. sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. 

112 dagurinn – öryggi og velferð barna og ungmenna

112-dagurinn verður haldinn um allt land 11. febrúar næstkomandi eins og undanfarin ár. Samstarfsaðilar dagsins eru Neyðarlínan, lögreglan, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landlæknisembættið, Landspítalinn, Heilsugæslan, Vegagerðin, Æskulýðsvettvangurinn og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Samstarfsaðilar eru hvattir til að vera sýnilegir á sínu starfssvæði þennan dag og kynna starf sitt og neyðarnúmerið, 112.

Áhersla á barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna

Sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. Umfjöllunin tengist vitundarvakningu vegna nýrrar gáttar um ofbeldi í nánum samböndum á 112.is þar sem fjallað verður um efnið frá ýmsum hliðum. Stefnt er að því að efna til stuttrar athafnar þar sem veitt verða verðlaun í Eldvarnagetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og tilkynnt hver skyndihjálparmaður Rauða krossins er þetta árið. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flytur ávarp.

Tilkynning til barnaverndar Hafnarfjarðar 

Tilkynning þegar ástæða er til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni, ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu.

Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við ofbeldi eða vanrækslu er skylt að tilkynna það til barnaverndarnefndar. Samkvæmt íslenskum barnaverndarlögum teljast einstaklingar yngri en 18 ára vera börn. Lögin ná einnig yfir ófædd börn t.d. ef þeim stafar hætta af vímuefnaneyslu móður eða af ofbeldi sem móðir verður fyrir.

Sá sem tilkynnir til barnaverndarnefndar verður að segja til nafns en ef óskað er nafnleyndar veit aðeins það starfsfólk sem kannar málið nafn tilkynnanda. Tilkynnandi þarf að gera grein fyrir nafni, netfangi og símanúmeri til þess að hægt sé að hafa samband til að fá nánari upplýsingar.

Tilkynning til barnaverndar

 Ef málið þolir enga bið er bent á að hafa samband símleiðis við 112