Viðburðir framundanViðburðir framundan
  • Barnaævintýragangan 1001 skór.

1001 skór - barnaganga

  • 16.6.2021, 17:00 - 18:00, Bókasafn Hafnarfjarðar

Bókasafn Hafnarfjarðar í samvinnu við Heilsubæinn Hafnarfjörð kynnir barna-ævintýragönguna 1001 Skór. Lagt verður af stað frá Jófríðarstöðum í Hafnarfirði miðvikudaginn 16. júní kl 17:00.

Gangan ætti að vera fær flestum. Gott er að klæða sig eftir veðri og ekki verra að hafa með sér smá nasl.

Bókasafn Hafnarfjarðar í samvinnu við Heilsubæinn Hafnarfjörð kynnir barna-ævintýragönguna 1001 Skór.

Verkið var sett upp við Fjölbrautarskólann í Garðabæ af leikfélaginu Verðandi. Höfundar verksins eru Sif Guðmundsdóttir og Eygló Strand Jóhannesdóttir.

Sagan segir af börnum sem búa ein í Skófirði og bestu vinir barnanna eru skó-pörin þeirra. Dag einn fara skór að hverfa! Hanna, Stefán og Nikulás leggja af stað í ævintýraför til að finna skóna sína ásamt sokkabrúðunni Kristófer.

Á leið sinni mæta þau ýmsum kynjaverum, svo sem Táknmáls-tröllinu og Vatnadísinni. Þau hitta líka Veigar, sem er ekki allur þar sem hann er séður. Hann segir þeim af stórhættulegu þúsundfætlunni Gústaf, ógurlegu skrímsli sem étur börn!
En krakkarnir komast fljótt að því að ekki er allt sem sýnist...

Lagt verður af stað frá Jófríðarstöðum í Hafnarfirði miðvikudaginn 16. júní kl 17:00.
Gangan ætti að vera fær flestum. Gott er að klæða sig eftir veðri og ekki verra að hafa með sér smá nasl.