Viðburðir framundanViðburðir framundan

Ipad

Námskeið í notkun snjalltækja fyrir eldri borgara 1.6.2021 - 11.6.2021 9:30 - 15:30 Hraunsel 14.6.2021 - 25.6.2021 9:30 - 15:30 Hraunsel 28.6.2021 - 9.7.2021 9:30 - 15:30 Hraunsel

Frítt fyrir alla eldri borgara í Hafnarfirði 

 
Barnaævintýragangan 1001 skór.

1001 skór - barnaganga 16.6.2021 17:00 - 18:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Bókasafn Hafnarfjarðar í samvinnu við Heilsubæinn Hafnarfjörð kynnir barna-ævintýragönguna 1001 Skór. Lagt verður af stað frá Jófríðarstöðum í Hafnarfirði miðvikudaginn 16. júní kl 17:00.

Gangan ætti að vera fær flestum. Gott er að klæða sig eftir veðri og ekki verra að hafa með sér smá nasl.

 

17. júní 2021 í Hafnarfirði 17.6.2021 13:00 - 17:00

Komdu og fagnaðu þjóðhátíð með okkur heima í Hafnarfirði. Fjölbreytt dagskrá í boði víðs vegar um bæinn.

 
Inga Björk með tónleika.

Tónleikar með Ingu Björk - Blær & stilla 18.6.2021 13:00 - 14:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Inga Björk, lýruleikari og söngkona, heldur tónleika á Bókasafni Hafnarfjarðar föstudaginn 18. júní næstkomandi. Tónleikarnir verða á barnadeildinni og aðgangur ókeypis.

 
Dorg_-11

Dorgveiðikeppni 21.6.2021 13:30 - 14:30

Hin árlega dorgveiðikeppni sumarnámskeiða við Flensborgarbryggju. Keppnin, sem stendur yfir frá kl. 13:30-15, er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára.

 
Tónleikar með hljómsveit Sigmars Matthíassonar, Meridian Mataphor.

Meridian Metaphor - Tónleikar með hljómsveit Sigmars Mattíassonar 22.6.2021 17:00 - 18:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Sigmar Þór Matthíasson og hljómsveit leikur af nýútgefinni plötu sinni, Meridian Metaphor, á Bókasafni Hafnarfjarðar þriðjudaginn 22. júní kl. 17:00. Aðgangur ókeypis.

 

Fyrri master class tónleikar - Tónleikar nemenda Kristins Sigmundssonar 22.6.2021 20:00 Hafnarborg

Nemendur á fyrra master class námskeiði Kristins Sigmundssonar á Sönghátíð í Hafnarborg flytja sönglög og óperuaríur. Matthildur Anna Gísladóttir leikur með á píanó.

 

Mahler mætir Íslandi 24.6.2021 20:00 Hafnarborg

Sönghátíð í Hafnarborg býður upp á ljóðatónleika þar sem þýsk síðrómantík mætir íslenskri nýsköpun í höndum nokkurra af okkar fremstu tónlistarmönnum.

 

Út um allt - fjölskyldutónleikar 25.6.2021 17:00 Hafnarborg

Sönghátíð í Hafnarborg býður upp á fjöruga fjölskyldutónleika. 

 

Vinaspegill - Schola Cantorum 26.6.2021 17:00 Hafnarborg

Sönghátíð í Hafnarborg býður upp á tónleika með einum af virtustu kórum landsins.

 

Íslensk kventónskáld 27.6.2021 17:00 Hafnarborg

Sönghátíð í Hafnarborg býður upp á tónleika með söngtónlist eftir íslensk kventónskáld.

 

Mediterraneo 30.6.2021 20:00 Hafnarborg

Sönghátíð í Hafnarborg býður upp á tónleika með ástríðufullum og fjörugum söngvum úr suðri. 

 

Seinni master class tónleikar - Tónleikar nemenda Kristins Sigmundssonar 1.7.2021 20:00 Hafnarborg

Nemendur á seinna master class námskeiði Kristins Sigmundssonar á Sönghátíð í Hafnarborg flytja sönglög og óperuaríur. Matthildur Anna Gísladóttir leikur með á píanó.

 

Indæla ró - barokktónleikar 3.7.2021 17:00 Hafnarborg

Sönghátíð í Hafnarborg býður upp á tónleika þar sem verkum stórmeistara barokktímabilsins er stillt upp á móti lögum sem sungin voru á Íslandi á sama tímabili.

 

Óperugala 4.7.2021 17:00 Hafnarborg

Sönghátíð í Hafnarborg býður upp á óperugalatónleika.

 
Tónleikar með hljómsveitinni Brek.

Brek - tónleikar 20.7.2021 17:00 - 18:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Hljómsveitin Brek tvinnar saman hinum ýmsu áhrifum frá mismunandi stílum og reynir að finna nýjar og spennandi leiðir við notkun hljóðfæranna.

 
Fjölskylduganga í Valaból 11.08.21

Fjölskylduganga í Valaból 11.8.2021 18:00 - 20:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Auðveld ganga fyrir hressa krakka og fjölskyldur að Valabóli í leiðsögn Ólafs Sveinssonar leiðsögumanns. Gangan hefst kl. 18:00 og fer frá bílastæðinu við Helgafell.