Spaceballs: Ræmurýmissýningin! Árið er 1987. Geimóperuparódían Spaceballs mætir með látum í leikstjórn kómedíumeistarans Mel Brooks.
Bókasafn Hafnarfjarðar blæs til mæðradagssmiðju að pólskum sið. Komdu og vertu með á fjölþjóðlegri fjölskyldustund. Allir velkomnir og ókeypis þátttaka!
Við hittumst á Bókasafni Hafnarfjarðar, Strandgötu 1, og göngum saman yfir á Víðistaðatún þar sem Berserkir Axarkast munu hafa sett upp axarkastsvæði fyrir okkur.
Hafnarborg býður gesti hjartanlega velkomna á opnun tveggja nýrra sýninga laugardaginn 21. maí kl. 14. Annars vegar er það yfirlitssýningin Í undirdjúpum eigin vitundar í aðalsal safnsins, þar sem sjá má verk listamannsins Gunnars Arnar Gunnarssonar (1946-2008). Í Sverrissal er það svo sýningin What’s Up, Ave Maria?, þar sem myndlistarmaðurinn Sigurður Ámundason sýnir ný og nýleg verk.
Maíhátíðin er viðburður á vegum Þýsk-íslenska tengslanetsins og er styrkt af Hafnarfjarðarbæ og Bókasafni Hafnarfjarðar.