Viðburðir framundanViðburðir framundan

Hreyfivikan2017

Hreyfivikan 2017 29.5.2017 - 4.6.2017 8:00 - 23:59 Hafnarfjörður

Hreyfivika „Move week“ verður haldin dagana 29. maí - 4. júní um gjörvalla Evrópu. Hafnarfjörður, mun í fyrsta sinn taka virkan þátt í Hreyfivikunni þetta árið. Markmið Hreyfivikunnar er að kynna kosti virkar hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttastarfi til heilsubótar og talar markmið vikunnar beint saman við markmið heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar sem nýlega var kynnt til sögunnar.