Viðburðir framundanViðburðir framundan

Vellir

Íbúafundur: Frárennslismál á Völlunum 22.8.2019 17:00 - 18:30 Norðurhella 2

Boðað er til íbúafundar þar sem tillaga að legu stofnlagna Valla verður kynnt. Fyrirhuguð leið nýrrar lagnar liggur frá Nóntorgi að Hraunvallaskóla. Á fundinum verður farið yfir með hvaða hætti fyrirhuguð lögn muni liggja um hverfið og framkvæmdatími verkefnisins.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Álfaganga um Hafnarfjörð 22.8.2019 20:00 - 21:00

Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur leiðir göngu þar sem nokkrir sögu- og álfasteinar í Hafnarfirði verða heimsóttir, saga þeirra rakin og sett í samhengi við ýmsar kenningar um álfatrú Íslendinga. Reynt verður að svara spurningum um muninn á álfum, huldufólki og dvergum, og hvar og hvenær álfar birtast helst okkur mannfólkinu, samkvæmt þjóðtrúnni.

 
RafithrottirFH2

Rafíþróttanámskeið: Counter-Strike 23.8.2019 - 25.8.2019 Hafnarfjörður

FH býður upp á námskeið í rafíþróttum (eSports) eða tölvuleikjaspilun fyrir börn og unglinga í ágúst. Fortnite námskeið í boði dagana 6. - 9. ágúst og FIFA dagana 17. - 18. ágúst. Counter-strike í boði 23. - 25. ágúst.

 
Skipulag

Íbúafundur: Uppbygging við Ásvelli 29.8.2019 17:00 - 18:30 Norðurhella 2

Íbúafundur vegna skipulagsbreytinga er varða uppbyggingu við Ásvelli. Boaða er til fundar þar sem farið verður yfir breytingartillögurnar og uppbyggingu við Ásvelli.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Gamli bærinn 29.8.2019 20:00 - 21:00

Björn Pétursson bæjarminjavörður leiðir sögugöngu um gamla bæinn. Gengið frá Pakkhúsinu

 
IdnadarmennIslands

Fljótasti iðnaðarmaður Íslands 31.8.2019 Helgafell

Keppnin fljótasti iðnaðarmaður Íslands er ekki keppni um hver er fljótastur að saga spítu eða úrbeina naut! Fljótasti iðnaðarmaður Íslands er ný íþróttakeppni á vegum iðnaðarmenn Íslands og er stefnt að því að gera þetta árlega.

 
Bókasafn Hafnarfjarðar

Uppskeruhátíð sumarlesturs 7.9.2019

Laugardaginn 7. september kveður Bókasafn Hafnarfjarðar sumarlesturinn með stæl og fagnar frábærum árangri þátttakenda í sumar!

 
Bokahilla-tilbuin

Bóka- og bíóhátíð 11.10.2019 - 18.10.2019

Bóka- og bíóhátíð er menningarhátíð fyrir börn í Hafnarfirði þar sem áhersla er lögð á bækur og kvikmyndir.

 

Jólaþorpið í Hafnarfirði 29.11.2019 17:00 - 20:00 30.11.2019 12:00 - 17:00 7.12.2019 12:00 - 17:00 8.12.2019 12:00 - 17:00 14.12.2019 12:00 - 17:00 15.12.2019 12:00 - 17:00 21.12.2019 12:00 - 17:00 22.12.2019 12:00 - 17:00 23.12.2019

Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 12-17.