Viðburðir framundanViðburðir framundan

Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Barnaganga 20.6.2019 18:00 - 19:00

Fanney Rós Magnúsdóttir íþróttafræðingur leiðir barnagöngu um Víðistaðatún. Skemmtiganga fyrir alla fjölskylduna þar sem boðið verður uppá upphitun, leiki, teyjur og slökun sem er sérstaklega stíluð inná yngstu göngugarpana.

 
Thordis-Asgeirsdottir-Fljugandi-gledi_1559896174559

Jónsmessugleði Grósku 2019 20.6.2019 19:30 - 22:00 Strandstigurinn Sjálandshverfi Garðabæjar

Jónsmessugleði Grósku er beðið með ofvæni og verður hún haldin í ellefta sinn fimmtudaginn 20. júní kl. 19.30-22. Eins og endranær verða fjölbreytileg listaverk til sýnis við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar. 

 

Álfahátíð í Hellisgerði 23.6.2019 14:00 - 16:00

Jónsmessuhátíðin Álfahátíð í Hellisgerði verður haldin í þriðja þann 23. júní næstkomandi.

 

Sönghátíð í Hafnarborg 24.6.2019 - 14.7.2019

Sönghátíð í Hafnarborg verður næst haldin dagana 24. júní - 14. júlí 2019. Boðið verður upp á master class með Kristni Sigmundssyni, tónlistarnámskeið fyrir börn sem og tónleika fyrir börn og fullorðna. 

 

Litla hafmeyjan á Víðistaðatúni 24.6.2019 18:00 - 19:30 15.8.2019 18:00 - 19:30

Litla hafmeyjan syndir um landið og gleður landsmenn á öllum aldri með ævintýrum sínum.

 

Hafnarfjarðarmeistaramót í dorgveiði 25.6.2019 13:00 - 15:00

Leikjanámskeiðin í Hafnarfirði fyrir hinni árlegu dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju. Keppnin, sem stendur yfir frá kl. 13:30-15, er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Hafnarfjarðarhöfn 110 ára 27.6.2019 20:00 - 21:00

Lúðvík Geirsson hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar leiðir göngu um ljósmyndasýningu Byggðasafnsins á Strandstígnum. Gengið frá Drafnarslippnum

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Fjölskylduganga í Valaból 4.7.2019 18:00 - 21:00

Kolbrún Kristínardóttir barnasjúkraþjálfari leiðir göngu að Valabóli. Æskilegt er að þátttakendur komi með heimagert hollt nesti en stoppað verður í miðri göngu og áð.

 

Hjarta Hafnarfjarðar 8.7.2019 - 14.7.2019

Bæjar- og tónlistarhátíðin HJARTA HAFNARFJARÐAR fer fram í Bæjarbíó dagana 8.-14. júlí

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Hraun - hvar býr fegurðin? 11.7.2019 20:00 - 21:00

Kristján Örn Kjartansson arkitekt hjá KRADS leiðir göngu um Hraunin og beinir sjónum okkar að hverfinu eins og það er í dag og lýsir framtíðarsýn á hverfið sem nú gengur senn í endurnýjun lífdaga.

 
Sudurneslina2Frestur2019

Suðurnesjalína 2 - frestur til athugasemda 18.7.2019 Hafnarfjörður

Landsnet hefur tilkynnt til umfjöllunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Suðurnesjalinu 2. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 5. júní 2019 til 18. júlí 2019. Frestur til athugasemda er 18. júlí.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Stekkjarhraun 18.7.2019 20:00 - 21:00

Jónatan Garðarsson leiðir göngu um Stekkjarhraun upp að Lækjarbotnum.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Krýsuvík 25.7.2019 20:00 - 21:00

Minjaganga um byggðahverfið í Krýsuvík, höfuðbólið og kirkjustaðinn.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Húsameistarinn í Hafnarfirði 1.8.2019 20:00 - 21:00

Pétur H. Ármannsson arkitekt leiðir göngu milli húsa sem Guðjón Samúelsson arkitekt og húsameistari ríkisins teiknaði í Hafnarfirði og ræðir einnig hugmyndir Guðjóns um skipulag bæjarins. Pétur vinnur nú að bók um Guðjón og sýningu sem sett verður upp í Hafnarborg í vetur.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Bókmenntabærinn Hafnarfjörður 8.8.2019 20:00 - 21:00

Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur stýrir göngu um slóðir hafnfirskra rithöfunda og ljóðskálda. Við stöldrum við fyrir utan heimili nokkurra þekktra höfunda, spjöllum um eftirminnilegar bækur og lesum brot úr völdum verkum. Lögð verður sérstök áhersla á tímabilið 1940-1980 í sagna- og ljóðagerð og rætt um bókmenntaverk þar sem Hafnarfjörður er sögusviðið.

 

Vegan festival 11.8.2019 12:00 - 15:00

Samtök grænkera standa fyrir Vegan Festivali á Thorsplani í Hafnarfirði sunnudaginn 11. ágúst 2019

 
RaudiKrossinnHafnarfirdi

Börn og umhverfi í Hafnarfirði 12.8.2019 - 15.8.2019 17:00 - 20:00 Rauði krossinn - Strandgata 24

Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði verður haldið dagana 12-15. ágúst 2019. Með fyrirvara um næga þátttöku. Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2007 og eldri (12 ára og eldri). 

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Skógarganga um Höfðaskóg 15.8.2019 20:00 - 21:00

Steinar Björgvinsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar leiðir skógargöngu um Höfðaskóg. Steinar þekkir vel til umhverfis skógræktarinna og hvað skógurinn hefur upp á að bjóða. Að þessu sinni verður fyrst og fremst farið um trjá- og rósasafnið og fjallað um allar þær fjölbreyttu tegundir sem tekist hefur að koma á legg í Höfðaskógi.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Álfaganga um Hafnarfjörð 22.8.2019 20:00 - 21:00

Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur leiðir göngu þar sem nokkrir sögu- og álfasteinar í Hafnarfirði verða heimsóttir, saga þeirra rakin og sett í samhengi við ýmsar kenningar um álfatrú Íslendinga. Reynt verður að svara spurningum um muninn á álfum, huldufólki og dvergum, og hvar og hvenær álfar birtast helst okkur mannfólkinu, samkvæmt þjóðtrúnni.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Gamli bærinn 29.8.2019 20:00 - 21:00

Björn Pétursson bæjarminjavörður leiðir sögugöngu um gamla bæinn. Gengið frá Pakkhúsinu

 
Bókasafn Hafnarfjarðar

Uppskeruhátíð sumarlesturs 7.9.2019

Uppskeruhátíð sumarlesturs á Bókasafni Hafnarfjarðar

 
Bokahilla-tilbuin

Bóka- og bíóhátíð 11.10.2019 - 18.10.2019

Bóka- og bíóhátíð er menningarhátíð fyrir börn í Hafnarfirði þar sem áhersla er lögð á bækur og kvikmyndir.

 

Jólaþorpið í Hafnarfirði 29.11.2019 17:00 - 20:00 30.11.2019 12:00 - 17:00 7.12.2019 12:00 - 17:00 8.12.2019 12:00 - 17:00 14.12.2019 12:00 - 17:00 15.12.2019 12:00 - 17:00 21.12.2019 12:00 - 17:00 22.12.2019 12:00 - 17:00 23.12.2019

Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 12-17.