Vinabærinn


Vinabærinn

Viltu verða Vinur Hafnarfjarðar? Fjölmargir Íslendingar og útlendingar hafa orðið sérstakir Vinir Hafnarfjarðar og verða þeir boðberar alls þess góða sem bærinn stendur fyrir. Vinabæi Hafnarfjarðar má finna um víða veröld. 

Norræna vinasambandið var stofnað árið 1947 en þá voru vinabæirnir aðeins tveir, Uppsalir í Svíþjóð og Friðriksberg í Danmörku. Árið 1949 bættust við Bærum í Noregi og Hämeenlinna í Finnlandi og tveimur árum síðar eða árið 1951 gerðist Hafnarfjarðarbær þátttakandi í norrænu vinabæjarkeðjunni. Nýjasti bærinn í keðjunni er síðan Tartu í Eistlandi sem bættist við árið 1991. 

Vinabæirnir hittast reglulega á vinabæjarmótum sem haldin eru annað hvert ár. Mótin samanstanda af uppákomum æskulýðs-, íþrótta og menningarhópa frá bæjunum auk ráðstefna og málþinga um hin ýmsu sameiginlegu málefni norrænu bæjanna. Vinabæjarkeðjan stuðlar einnig að heimsóknum skólahópa og þekkingarheimsókna á milli staðanna.

Hafnarfjörður á einnig fleiri vinabæi t.a.m. Tvöroyri í Færeyjum og Baoding í Kína. Þá er starfandi í bænum Cuxhavenfélag sem tengir vinabæina Hafnarfjörð og Cuxhaven í Þýskalandi. Þau vinatengsl voru stofnuð árið 1988 og því munu bæirnir tveir fagna 30 ára vinabæjarafmæli árið 2018.

Sviðsstjóri stjórnsýslu fer með erlend samskipti fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar.

Vinabæir Hafnarfjarðar


Var efnið hjálplegt? Nei