Menningarbærinn


Menningarbærinn

Upplifðu stemninguna - komdu HEIM í Hafnarfjörð

Hafnarfjörður er vinsæll meðal íslenskra ferðamanna og hefur aðsókn erlendra ferðamanna til bæjarins jafnframt verið að aukast jafnt og þétt. Hafnarfjörður hefur þó náð að halda heimilislegu yfirbragði sínu og hlýleika samhliða því að byggð hefur verið upp fjölbreytt verslun og þjónusta. Þannig má í dag finna fjölda kaffihúsa og veitingastaða um allan bæ sem öll búa yfir sínum sjarma og sérstöðu. 

IMG_5056

Komdu á safn 

Vikulegir viðburðir og skemmtanir bera svo vott um þann fjölbreytileika sem ríkir í menningarlífi bæjarsins. Þar spila Bæjarbíó , Gaflaraleikhúsið og Leikfélag Hafnarfjarðar stórt hlutverk ásamt Byggðasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg og Bókasafni Hafnarfjarðar en frítt er inn á öll söfn.

Byggðasafn skilti

Lifandi miðbær og heillandi hafnarsvæði

Hafnarfjörður er um margt einstakur og þá ekki síst fyrir lifandi og skemmtilegan miðbæ, heillandi hafnarsvæði og greitt aðgengi að fjölbreyttum og fallegum náttúruperlum.  Sumar hverjar bara í göngufæri frá miðbænum; Hellisgerði, Víðistaðatún, Lækurinn og Hamarinn svo fátt eitt sé nefnt. 

IMG_5013IMG_4351

Fjölmargir Hafnfirðingar búa við þann munað að vera með Helgafellið, Hvaleyrarvatn, Ásfjallið og Ástjörn í bakgarðinum hjá sér og aðrir íbúar hafa þessar perlur rétt við bæjarmörkin.  Í upplandi Hafnarfjarðar leynast ævintýri við hvert fótmál.  


Heilsubærinn Hafnarfjörður er vinalegur bær, umlukinn hrauni og náttúruperlum, sem hefur stækkað umtalsvert síðasta áratuginn og hefur á einstakan hátt náð að viðhalda heimilislegu yfirbragði samhliða því að vera virkur  tekur vel á móti öllum þeim sem sækja hann heim. 

IMG_4323

 

  • Heillandi hafnarsvæði
  • Lifandi miðbær með fjölbreyttum verslunum, íslenskri hönnun og handverki
  • Hugguleg kaffihús og veitingastaðir með góðum mat og 
  • Þrjár ólíkar sundlaugar sem allar hafa sinn sjarma
  • Náttúruperlur, bæði innan 
  • Djúpstæð saga og menning
  • Heimilislegt yfirbragð 

 

Menningarbærinn

Í menningarlífi Hafnarfjarðar kennir margra grasa. Í Hafnarborg eru reglulegar listsýningar og á Byggðasafni Hafnarfjarðar er sögunni gerð góð skil. Fornri menningu landnámsmanna og víkinga má kynnast í víkingaveislum Fjörukrárinnar og á víkingahátíðum.  Þá er lista- og menningarhátíðin Bjartir dagar haldin ár hvert í tengslum við Sumardaginn fyrsta og á aðventunni heimsækja fjölmargir Jólaþorpið.  Ekki má heldur gleyma alþjóðlega Höggmyndagarðinum á Víðistaðatúni HEIMA hátíðinni sem haldin er síðasta vetrardag og Hjarta Hafnarfjarðar, lengstu tónlistarhátíð landsins sem haldin er í Bæjarbíó í júlí ár hvert. 

IMG_2262

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar. Hægt er að senda inn tilnefningar um bæjarlistamann til 1. febrúar ár hvert. Umsóknarform og framkvæmd eru auglýst sérstaklega. Útnefning á bæjarlistamanni fer fram síðasta vetrardag.

Viðburða- og verkefnastyrkir. Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar og lista í Hafnarfirði til eflingar á hafnfirsku menningarlífi tvisvar sinnum á ári. Fyrri úthlutun er auglýst er fyrir 15. janúar ár hvert og miðað við að úthlutun sé lokið fyrir 1. mars. Seinni úthlutun er auglýst eigi síðar en 15. ágúst og úthlutun skal lokið fyrir 1. október. Úthlutunarreglur vegna styrkja til menningarstarfsemi.

 


Var efnið hjálplegt? Nei