Hafnarborg - listasafn


Hafnarborg - listasafn

Hafnarborg, menningar - og listamiðstöð Hafnarfjarðar sýnir verk eftir leiðandi íslenska og erlenda listamenn. 

IMG_4654

Sýningardagskrá safnsins er fjölbreytt og gerir skil ólíkum miðlum samtímamyndlistar auk þess sem reglulega eru sýnd verk íslenskra listamanna frá fyrri hluta 20. aldar.

Safnið varðveitir listaverkaeign Hafnarfjarðarbæjar og skipa verk Eiríks Smith (f.1925) þar veglegan sess. Reglulega eru settar upp sýningar úr safneign.

  • Í Hafnarborg er rekið öflugt fræðslustarf með leiðsögnum og fyrirlestrum sem tengjast sýningunum.
  • Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa bæði á íslensku og ensku.
  • Tónleikar eru fastur liður í starfseminni og eru klassískir hádegistónleikar og kammertónleikar reglulega á dagskrá.
  • Í Hafnarborg er aðstaða til ráðstefnu- og fundahalds og rekin gestavinnustofa fyrir listamenn.

Í Hafnarborg eru starfandi fræðslufulltrúar. Upplýsingar um sýningar eru sendar skólunum vor og haust. Leiðsögn fyrir nemendur þarf að panta með fyrirvara.

Vefur Hafnarborgar 


Var efnið hjálplegt? Nei