Bæjarlistamaður
Bæjarlistamaður
Hafnarfjarðar er útnefndur árlega, tilkynnt er um valið við hátíðlega athöfn á
síðasta vetrardag í upphafi bæjarhátíðarinnar Bjartra daga. Einungis starfandi listamenn með fasta búsetu
í Hafnarfirði koma til greina við úthlutun og er miðað við lögheimili síðustu
12 mánuði.
Þeir sem áður hafa
verið útnefndir bæjarlistamenn Hafnarfjarðar eru:
- 2005 Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, myndlistarmaður
- 2006 Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona
- 2007 Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður
- 2008 Sigurður Sigurjónsson, leikari
- 2009 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona
- 2014 Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður
- 2017 Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður
- 2018 Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður
- 2019 Björk Jakobsdóttir, leikkona
- 2020 Bergrún Íris Sævarsdóttir, rithöfundur
- 2021 Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður
Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2022 fær greidda eina og hálfa milljón króna.
Árlega er óskað er eftir umsóknum og rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd hefur til hliðsjónar við val á bæjarlistamanni. Umsóknum og ábendingum skal skilað á rafrænu eyðublaði, með tölvupósti á menning@hafnarfjordur.is eða í Ráðhús Hafnarfjarðar merkt:
Þjónustuver Hafnarfjarðar - Bæjarlistamaður
Strandgötu 6
220 Hafnarfirði
Skilafrestur tilnefninga er til 1. febrúar.