Ýmsir spennandi staðir


  • RatleikurHafnarfjardar2019

Ýmsir spennandi staðir

Litli Ratleikur Hafnarfjarðar leiðir þáttakendur á ýmsa spennandi staði í Hafnarfirði

Litli Ratleikur Hafnarfjarðar er ætlaður sem hvatning til útiveru í og við byggðina í Hafnarfirði. Hann er frábrugðinn stóra Ratleik Hafnarfjarðar að því leyti að engin ratleiksmerki eru á staðnum né ratleikskort en hægt er að stunda hann hvenær sem er. Upplýsingar um staðina má finna á https://ratleikur.fjardarfrettir.is/litli-ratleikur-hafnarfjardar/.

Fyrsti Litli Ratleikur Hafnarfjarðar var gerður vorið 2020 þegar sóttvarnarreglur voru lagðar á sem hömluðu lengri ferðir en nú eru ratleikirnir tveir en velja má úr báðum. Í hvorum leik eru 15 staðir sem leiða þátttakendur vítt og breitt um Hafnarfjörð og hvetja íbúa að njóta útivistar og náttúrunnar í heimabyggð.

Guðni Gíslason ritstjóri og skáti er höfundur ratleiksins en það er Hönnunarhúsið ehf. sem gefur út leikinn á vefnum í samstarfi við heilsubæinn Hafnarfjörð. Allir geta tekið þátt og þátttakendur eru hvattir til þess að taka myndir af sér á ratleiksstöðunum og deila á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #litliratleikur2020 og #litliratleikur2021


Var efnið hjálplegt? Nei