Ýmsir spennandi staðir  • RatleikurHafnarfjardar2019

Ýmsir spennandi staðir

Litli Ratleikur Hafnarfjarðar leiðir þáttakendur á ýmsa spennandi staði í Hafnarfirði

Litli Ratleikur Hafnarfjarðar er ætlaður sem hvatning til útiveru í og við byggðina í Hafnarfirði. Hann er frábrugðinn stóra Ratleik Hafnarfjarðar að því leyti að engin ratleiksmerki eru á staðnum né ratleikskort en hægt er að stunda hann hvenær sem er. Upplýsingar um staðina má finna á https://ratleikur.fjardarfrettir.is/litli-ratleikur-hafnarfjardar/.

Nú þegar eru fimmtán staðir í litla ratleiknum og ef áhugi er fyrir hendi verður fleiri stöðum mögulega bætt við og eru allar ábendingar vel þegnar. Markmið leiksins er að leiða þátttakendur vítt og breitt um Hafnarfjörð á tímum samkomubanns og hvetja íbúa að njóta útivistar og náttúrunnar í heimabyggð í apríl. Flestir staðirnir eru innanbæjar en einnig eru nokkrir staðir í nágrenni Hvaleyrarvatns.

Guðni Gíslason er höfundur ratleiksins en það er Hönnunarhúsið ehf. sem gefur út leikinn á vefnum í samstarfi við heilsubæinn Hafnarfjörð. Allir geta tekið þátt og þátttakendur eru hvattir til þess að taka myndir af sér á ratleiksstöðunum og deila á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #litliratleikur2020


Var efnið hjálplegt? Nei