Wapp
Í Wappinu er nokkrar ókeypis gönguleiðir um Hafnarfjörð
Heilsubærinn Hafnarfjörður og og Wapp - Walking app hafa samstarf um birtingu gönguleiða í Hafnarfirði í leiðsagnarappinu Wappinu.
Leiðir í Hafnarfirði í boði Hafnarfjarðarbæjar
Nokkrar gönguleiðir í Hafnarfirði eru í wappinu og margar þeirra í boði Hafnarfjarðarbæjar og fleiri göngur væntanlegar. Smellt er á "kort" þegar leiðin hefur verið opnuð og á "já" við spurningunni "Viltu kaupa þessa ferð?" Leiðin kemur þá upp endurgjaldslaust.
- Austurgata, söguganga
- Núvitundarganga við Hvaleyrarvatn
- Hvaleyrarvatn og Stórhöfði
- Brandaraganga í miðbænum
- Söguganga um Hafnarfjörð
Leiðirnar eru með kortum, GPS hnitum, ljósmyndum og upplýsingum á íslensku og ensku.
Vonast er til að þetta samstarf auðveldi Hafnfirðingum sem og öðrum að nálgast upplýsingar um áhugaverðar gönguleiðir, sögulegan fróðleik um menningarminjar og útivistarmöguleika í Hafnarfirði og hvetji til aukinnar hreyfingar og útiveru.
Um Wappið
Wappið er stafrænn gagnagrunnur leiðarlýsinga á Íslandi sem er miðlað í gegnum app fyrir Iphone og Android snjallsíma. Leiðarlýsingarnar eru um allt land, með GPS ferlum og ljósmyndum og er miðlað á ensku og íslensku til notenda. Leiðarlýsingum er hlaðið á símann og þær notaðar án þess að vera í gagnasambandi. Stokkur ehf. forritar Wappið og Samsýn ehf. sér um kortagrunninn fyrir Ísland.
Á forsíðu www.wapp.is eru hlekkir beint á App Store og Play Store til að sækja Wappið.