VíðistaðatúnVíðistaðatún

Á Víðistaðatúni er rólegt, hlýlegt og fjölskylduvænt umhverfi með nægu leiksvæði og sex holu frisbígolfvelli

Víðistaðatún er fallegur listaverkagarður umkringdur hrauni. Rólegt, hlýlegt og fjölskylduvænt umhverfi með nægu leiksvæði. Þá er sex holu frisbígolfvöllur er á Víðistaðatúni. Frisbígolf er leikið á svipaðan hátt og venjulegt golf nema að í stað golfkylfa og golfbolta eru notaðir frisbídiskar og í stað golfhola eru kastað í sérútbúnar körfur á svæðinu. Íþróttin hentar öllum aldurshópum og er skemmtileg fyrir alla fjölskylduna. Frítt er á völlinn og ekki nauðsynlegt að bóka fyrirfram. Upplýsingaskilti um leikreglur og skipulag vallar á Víðistaðatúni er að finna á túni fyrir neðan Víðistaðakirkju. Hér má einnig sjá vallarkort fyrir völlinn. 


Google maps


Var efnið hjálplegt? Nei