Út að borða heim í stofuÚt að borða heim í stofu

Nú er tilvalið að fá sendan mat heim að dyrum eða sækja tilbúna rétti

Margir Hafnfirðingar eru í sóttkví, einangrun eða hlýða bara Víði og ferðast innanhúss. Í þessu ástandi er tilvalið að fá sendan mat heim að dyrum eða sækja tilbúna rétti.

Nú hafa nokkrir veitingastaðir hér í Hafnarfirði aukið þjónustu sína og við hvetjum sem flesta til að nýta sér það og styrkja þá jafnframt fyrirtæki í bænum á þessum erfiðu tímum.

Markaðsstofa Hafnarfjarðar hefur tekið saman lista yfir veitingastaði sem senda heim eða hægt er að sækja pantanir hjá.


Var efnið hjálplegt? Nei