Tími til að lesa


Tími til að lesa

Lestur er lífsins leikur! Verum dugleg að lesa og hvetjum börn okkar til lesturs

Lestrarhæfni er samfélagslegt verkefni og samstarf foreldra og skóla mikilvægt. Verum dugleg að lesa og hvetjum börn okkar og ungmenni til lesturs.

Allir hressir krakkar geta skráð sig til leiks í sumarlestur Bókasafns Hafnarfjarðar á www.hfj.is/sumarlestur og verið með. Það skiptir ekki máli hvort að við lesum sjálf eða einhver lesi fyrir okkur, aðalmálið er að vera með. Lestrardagbækur er hægt að fá í grunnskólunum og svo hjá okkur hér á safninu. Þeir sem vilja geta líka skrifað bókaumsagnir og komið til okkar í þartilgerðan kassa.

Á hverjum föstudegi yfir sumartímann verður dregið úr bókaumsögnunum Lestrarhest vikunnar og hlýtur hann verðlaun. Eftir 14. ágúst geta þátttakendur skilað lestrar-dagbókunum sínum á bókasafnið.

4. september verður dregið úr þeim lestrardagbókum sem borist hafa og veitt verðlaun. Þá verður einnig haldin uppskeruhátíð og góðum lestrarárangri sumarsins fagnað ásamt skólastartsdegi Bókasafns Hafnarfjarðar.

Við hlökkum til að lesa með ykkur í sumar!


Var efnið hjálplegt? Nei