Þakkaðu


  • Hafnarfjörður sólroði

Þakkaðu

Þakkaðu fólkinu í kringum þig

Of oft strunsum við stressuð í gegnum hversdaginn og gefum okkur sjaldan tíma til að þakka fyrir það sem vel er gert. Það gefur öðrum og okkur sjálfum heilmikið að hrósa og þakka upphátt, hvort sem við viljum þakka ástvinum okkar fyrir stuðning í gegnum árin, eða heimsendingarstarfsmanni fyrir vel unnin störf. Þakkarorðin gætu verið stirð í fyrstu en verða auðveldari með tímanum og komast hratt upp í vana sem gefur mun meira en hann tekur.

Finndu þrjá hluti til að þakka fyrir daglega

Þá er eitt það besta sem hægt er að gera fyrir andlega heilsu að minna sig daglega á þá hluti sem maður er þakklátur fyrir. Sumir skrifa þessa hluti niður að kvöldi, aðrir segja þá upphátt og enn öðrum nægir að hugsa þá. Með því að lista upp og þakka fyrir að minnsta kosti þrjú atriði léttist lundin og vandamálin virðast smærri.


Var efnið hjálplegt? Nei