Sögusýning á Strandstíg
Á Strandstígnum er Byggðasafn Hafnarfjarðar með ljósmyndasýningar
Meðfram höfninni er Byggðasafn Hafnarfjarðar með ljósmyndasýningar sem varpa ljósi á dagleg störf og sögu fólksins sem bæinn byggði. Komdu og upplifðu söguna á hjóli eða fæti! Að lokinni göngu er líka tilvalið að kíkja á gluggana á Beggubúð þar sem fjölmargar gamlar dúkkur og önnur leikföng eru til sýnis í gluggaútstillingunni.