Popp og bíó
Fjölmargar kvikmyndir hafa verið teknar upp í Hafnarfirði í gegnum tíðina
Á góðum rigningardegi er oft freistandi að setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á góða mynd og fá sér popp með. Fjölmargar kvikmyndir hafa verið teknar upp í Hafnarfirði í gegnum tíðina. Kvikmyndin Stikkfrí gerist til dæmis að öllu leyti í Hafnarfirði, Sódóma Reykjavík hefur að geyma óborganleg atriði sem kvikmynduð voru á Hverfisgötunni við hús nr. 44, þar sem áður var Pallabúð og seinna sjoppan Kastalinn. Þar var stuttmyndin Karamellumyndin einnig tekin upp.
Listi yfir nokkrar kvikmyndir sem teknar voru upp í Hafnarfirði:
- Punktur, punktur, komma, strik (1981)
- Pappírspési (1990)
- Sódóma Reykjavík (1992)
- Stikkfrí (1997)
- Mávahlátur (2001)
- Konunglegt bros (2004)
- Astrópía (2007)
- L7: Hrafnar, Sóleyjar og Myrra (2011)
- Amma Hófí (2020)