Öndunum brauð


Öndunum brauð

Einstakt dýralíf og skemmtilegar gönguleiðir einkenna Hamarskotslækinn

Komdu í gönguferð! Lækurinn eða Hamarskotslækur rennur neðan Kinnahverfis, um Hörðuvelli og með Hamrinum. Einstakt dýralíf og skemmtilegar gönguleiðir einkenna lækinn. Lækurinn var stíflaður við Brekkuna undir Hamrinum þegar Jóhannes Reykdal trésmiður virkjaði hann til rafmagnsframleiðslu í 15 hús og reisti fyrstu rafstöðina á Íslandi til almenningsnota árið 1904. Síðar var Hörðuvallastíflan gerð ofar í læknum þar sem hús Frímúrarareglunnar stendur nú og þar hefur nú verið reist stytta af Jóhannesi Reykdal.


Google maps


Var efnið hjálplegt? Nei